Jæja...

Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég er orðinn leiður á þessu ástandi. Að hlusta á eintómar kreppufréttir, sífellt að velta þessu fyrir mér, hvaða lausnir eru á mínum málum og svo framvegis. Ég eiginlega sá það í hendi mér í gær, að ég gæti hæglega eyðilagt fyrir sjálfum mér jólin ef ég ætlaði að vera sífellt að velta mér upp úr þessu, alltaf að skoða fréttavefina, horfa á fréttatíma og umræðuþætti, þá myndi ég enda sem þunglyndissjúklingur. Þá væri nú erfitt fyrir mig að skrifa þær glaðlyndu hrollvekjur sem ég geri.

Nei, ég held að nær væri að láta þetta gott heita, að minnsta kosti fram yfir jól. Það verða líklega ekki neinar stórkostlegar breytingar fram yfir áramót. Stjórnmálamenn munu ekki allt í einu taka upp á því að axla ábyrgð, líkurnar á því að raunhæfar úrbætur komi fram fyrir okkur almenning eru afar litlar og þess vegna er bara betra að slappa aðeins af, kveikja á góðu þungarokki og tralla með í jólaumferðinni.

Ég get nú kannski byrjað á því að koma með eina góða frétt. Ég sá dollara í gær. Fékk hann meira að segja gefins. Er að hugsa um að selja hann þegar dollarinn fer yfir þúsund krónurnar. Já, það er kannski full mikil bjartsýni en það má alltaf vona. Við Íslendingar vonum alltaf og vonum, stundum gengur það eftir, t.d. fengum við silfur á ÓL eftir að hafa vonað í mörg ár. Íslenska landsliðið í fótbolta komst loks í lokakeppni, eins og við erum búin að vona í mörg ár. Reyndar voru það stelpurnar, en það kemur ekki að sök. Ég fór á leikinn gegn Írum hérna í frosti og kulda ásamt dóttur minni og við skemmtum okkur konunglega. Skiptir bara engu andskotans máli hvort það voru stelpurnar okkar eða strákarnir okkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já bróðir minn orðinn jákvæður.. svona næstum.. það gerist ekki á hverjum degi. held að þú verðir miklu jákvæðari þegar við förum að stríða hvort öðru öll jólin og allan janúar. það verður svo gaman. kannski, ef þú ert góður og jákvæður, máttu kenna mér ný fantabrögð. en bara ef þú ert góður. annars læt ég bara Jónas berja þig. ahhaha.. nú get ég alltaf borið hann fyrir mig.

húbbílí hú, vabbalababa la, kúkkílíkúkkíli.. tralalallalal... sólin skín og davíð er fáviti, lífið er yndisleg og davíð er fáviti.. ég  er fallegust og davíð er fáviti, ég ætla að skemmta mér og davíð er fáviti. syngist hátt og snjallt með bílrúðuna opna. 

svona er maður jákvæður, glaður, æðislegur og guðdómlegur.

bless

sara hrund (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband