Eitt af því sem slær mig svolítið í þessari ræðu Davíðs, er hvernig hann lítur á eigin ábyrgð. Hann virðist ekki sjá neitt rangt við þau störf sem hann hefur unnið á undanförnum misserum, þrátt fyrir mikla gagnrýni af hálfu fræðimanna, sem eru mun menntaðri í hagstjórnarfræðum en hann mun geta kallast. Eflaust er sú gagnrýni undan rifjum Jóns Ásgeirs runnin, enda á maður svo marga milljarða að hann hlýtur að geta greitt öllum snillingunum, prófessorunum og blaðamönnunum til að fara hörðum orðum um Davíð. Ég meina, JÁ hlýtur að hafa fengið Der Spiegel til að gera grín að Davíð og stjórn hans á Seðlabankanum.
Það er frábært að hann skuli vilja fá erlenda aðila til að skoða störf sín, ekkert nema gott um það að segja. Hann gerir sér vonandi grein fyrir að það muni taka nokkra mánuði, jafnvel nokkur ár og á meðan getur hann ekki setið í starfi. Það er kannski bara það sem hann vill, fá að sitja heima á feitum launum og fá síðan í ofanálag eftirlaunin úr frumvarpinu sem hann skóp handa sjálfum sér.
Skoðum aðeins embættisglöp Davíðs.
1. Hver var forsætisráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir og stóð fyrir þeirri stefnu í hagstjórnarmálum sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár? Jú, vissulega er ekki hægt að neita því að hér hefur verið mikið góðæri, en sé grannt skoðað þá kemur í ljós að það var á sandi byggt, eins og hús heimska mannsins, og reyndu bankar og ýmsir fræðimenn í útlöndum að benda okkur á þetta. Við hlógum að slíkri gagnrýni, sbr. viðbrögð Sigurjóns Árnasonar við gagnrýni Hollendinga á Icesave.
2. Hver bar ábyrgð á því að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð, vegna útgáfu jöklabréfa og um leið, yfirvofandi sölu þeirra og streymi gjaldeyris úr landinu?
3. Hver bar ábyrgð, ásamt fjármálaráðherra, að nýta lagaheimild Alþingis til gjaldeyriskaupa síðasta vor?
4. Hver bar ábyrgð á yfirtöku Glitnis, sem lokaði á allar lánalínur til íslensku bankanna?
5. Hver bar ábyrgð á því að garga um víðan völl: Við borgum ekki, við borgum ekki! sem á eflaust, sama hvað Davíð gefur í skyn, sinn þátt í viðbrögðum Breta, hvort sem þau voru réttlætanleg eða ekki?
6. Hver bar ábyrgð á því að tilkynna að Rússar hefði lánað okkur fé þegar svo var ekki um að ræða?
7. Hver bar ábyrgð á hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands, sem hefur augljóslega ekki skilað tilætluðum árangri?
8. Hver bar ábyrgð á fylgjast með bindisskyldu bankanna?
9. Hver bar ábyrgð á gengi íslensku krónunnar og þeim tilraunum sem gerðar hafa verið með hana undanfarnar vikur, nær allar árangurslausar?
10. Hver bar ábyrgð á að gefa Seðlabanka Bandaríkjanna nægar upplýsingar til að tryggja lánalínu þaðan?
Ég held, þegar farið er yfir þessar spurningar, þá er hægt að finna ýmislegt sem má rekja til stjórnar Seðlabanka Íslands, þó vissulega megi finna ýmsar aðrar skýringar á þeim málum sem um ræðir hverju sinni. Ég held hins vegar, að Davíð sé búinn að mála sig, og þar með okkur Íslendinga líka, út í horn á alþjóðlegum vettvangi og í raun er hann hafður að athlægi. Ég tel, að eigum við Íslendingar að geta rétt við og bætt almenningsálit þar ytra á Íslendingum þurfum við að losa okkur við þá sem eiga hlut í hruninu og þar er Davíð Oddsson nokkuð ofarlega á mínum lista.
Fjölmiðlar í heljargreipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bækur | Þriðjudagur, 18. nóvember 2008 (breytt kl. 11:09) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg merkilegt að Davíð skuli bara fá að sitja sem fastast.. peningar eru greinilega ekki allt því hann virðist hafa einhver ólýsanleg tök á embættismönnum þjóðarinnar sem ekki einu dirfast til þess að krefja hann um afsögn.
Það finnst mér áhugavert? fólk virðist hafa samúð með kónginum, og það mikla samúð að hún er orðin að meðvirkni á háu stigi sem blindar.
bæbæsara hrund (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.