England, Holland og Þýskaland í startholunum

Jæja, nú er bara spurning hvort við getum ekki farið í taugarnar á Frökkum og Bandaríkjamönnum líka? Svo Kína og Rússland?

Ég legg til að við sendum Leoncie á alheimstónleikatúr, eins og Sigurrós. Sem sérstakur sendiherra okkar gæti hún skemmt Frökkum, Könum, Kínverjum og Rússum áður en hún heldur til Mars og Júpíter og um ókannaðar geimþokur.

(Ég skil sem sagt ekki hvernig múmínálfunum í Sigurrós tókst að fara Alheimstúr þegar NASA getur varla endurtekið það að senda menn til tunglsins!)

Hvað eigum við að gera í þessu icesave/edge dæmi? Það er ljóst að reikningseigendur í þessum löndum eru ekki sáttir, ekkert frekar en við værum ef dæmið vær omvendt. Ríkið er í raun gert ábyrgt fyrir gjörðum fárra manna eða fyrirtækja, sem sagt, við og komandi kynslóðir eigum að borga brúsann!

Það er ekki eins og hér sé um stríð að ræða. Þjóðverjar voru lengi að borga upp stríðsskaðabæturnar sem voru dæmdar á þá eftir heimsstyrjaldirnar en þetta er ekki það sama. Við erum að tala um sparnað fólks sem var, í raun, rænt af þeim.

Hvað gerum við þegar svo er í pottinn búið? Að einhverju hefur verið rænt? Jú, við reynum að finna þjófinn og draga hann fyrir dóm. Nú vitum við hverjir báru ábyrgð á þessu fé og við ættum líka að geta komist að (gefið að FME standi sig) hvert það fór. Sem sagt, við ættum að geta séð hvar sökin liggur.

Er þá ekki bara spurning um að framselja hina seku til þessarra landa og segja þeim að krefja þá um peningana sína, því brot þegna eru ekki á ábyrgð ríkisins, heldur lætur ríkið þegna sína taka sjálfir ábyrgð á eigin gjörðum?

Væri þá ekki málið leyst? Ég veit að íslenska ríkið framselur ekki þegna sína til annarra landa, en getum við ekki gert undanþágu fyrir þá? Svona eins og þegar reynt var að fella niður persónulegar skuldir þeirra?

Tja, ég spyr....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 12.11.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband