Eitt af því sem hefur verið mjög áhugavert að fylgjast með í kjölfar kosninga til stjórnlagaþings, er hvernig hinir mismunandi fræðimenn, lærðir og sjálfsskipaðir, hafa túlkað kjörsókn. Hún var í kringum 37%, eins og eflaust flestir vita. Ég viðurkenni fúslega, að mér hefði þótt gaman að sjá fleiri mæta á kjörstað, en segi líka, að það mættu þó yfir 83.000 þúsund manns.
Ég ætla ekki að að gefa mér ég viti eða geti ráðið í af hverju hin 63% mættu ekki. Fyrir því liggja eflaust mjög margar ástæður og það að ætla sér að rýna í það, án þess að hafa nokkrar rannsóknir eða fyrri reynslu til stuðnings, er eins og að fiska í gruggugu vatni. Allar þær niðurstöður sem slíkir fræðimenn komast að, segja í raun meira um þá en nokkurn tíma raunverulegar ástæður þess að fólk mætti ekki.
Yfir 500 frambjóðendur voru í framboði. Margir þeirra áttu og eiga fullt erindi á þetta þing. Af því sem mér sýndist þá voru flestir frambjóðendur heiðarlegir í sinni baráttu. Sjálfur kynnti ég mér stefnumál eflaust vel yfir 150 frambjóðenda og valdi á minn seðil eftir því. Ég held, að þetta sé einsdæmi í sögunni, að heil þjóð taki höndum saman með þessum hætti til að skrifa stjórnarskrá og því stórmerkileg tilraun, sem ég vona að takist vel.
Litla systir mín var í framboði og ég tók þátt í því af fullum krafti, með tilheyrandi böggi fyrir vini og vandamenn. Mér finnst hún hafa staðið sig gríðarlega vel, hún kom vel fyrir, fór víða til að tala við frambjóðendur, t.a.m. lagði hún land undir fót og heimsótti Borgarnes, Blönduós og Akureyri, ásamt því að heimsækja menntaskóla og elliheimili. Hún lagði ríka áherslu á stefnumál sín og féll ekki í þá gryfju að gagnrýna aðra frambjóðendur. Við fjölskyldan lögðumst öll á eitt með að aðstoða hana, hvert með sínum hætti. Og óháð því hvort hún endi sem þingmaður á stjórnlagaþingi eða ekki, þá finnst mér hún vera sigurvegari og er stoltur af henni.
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 29. nóvember 2010 (breytt kl. 13:29) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.