Syndir

Það eru mörg falleg boðorð í Biblíunni og eftir þeim reyna flestir kristnir menn að lifa. Hins vegar eru líka þar tilteknar örfáar syndir, sem kristnum ber að forðast. Mig langar að draga saman svona nokkrar syndir. Það eru vissulega þær sjö stóru, en þegar maður les þessa annars merkilegu bók kemur maður auga á fleiri syndir, sem sumar hverjar hefur ekki farið mikið fyrir í umræðunni, hugsanlega af því þær falla ekki að nútímasamfélagi. Sumir þeir kristnu sem ég hef rætt við um þetta, koma með ýmsar útskýringar á því, viðkomandi syndir séu börn síns tíma, áttu bara við á þessum stað og í þessu samfélagi, sem í mínum huga hljómar bara eins og hver önnur réttlæting á vali og höfnun eftir eigin geðþótta (sem BTW er einmitt ein af syndunum, þ.e. að lifa ekki eftir öllu orði Guðs :D ). En hvað um það...hér er smá samantekt af þeim 667 syndum sem í Biblíunni má finna:

  1. Fóstureyðing (2. mósebók 21:22-25, Jere 1:4-5) Úff...heitt topic!
  2. Drýgja hór (Matt 19:18, Gen 39:7-9, 2. Mós 20:14) Ok...að drýgja hór, t.d. að stunda kynlíf utan hjónabands. Ég hef stundað það árum saman. Á meira að segja barn utan hjónabands. Hef reyndar aldrei verið giftur. Hvað þetta varðar er ég mjög syndugur. Skrýtið samt hvað maður heyrir presta Þjóðkirkjunnar tala lítið um þetta mál.
  3. Deila/Þræta (Okv 17:14, 18:6, Tit 3:9, 2. Tóm 2:23) Sekur! Stundað þetta oft og stundum mér til gamans. Hvað með prestana? Eru þeir kannski að þræta og deila á tillögur Mannréttindaráðs núna? Myndu þeir flokka það sem synd hjá sjálfum sér?
  4. Stjörnufræði (5. Móseb 4:19, 17:3-7, Jes 47:13-14, Postulasaga 7:42, Esek 8:16) Dauðarefsing liggur við að stunda stjörnufræði.
  5. Snerta þjón Guðs (Postulasaga 5:18, 35, 39) Heyrið það, prestar!
  6. Skilnaður (Matt 5:31-32) Jább, þið öll sem skiljið ... þetta er synd!
  7. Að hýða ekki óþægt barn (Okv 13:24) Líkamlegt ofbeldi gegn börnum er leyfilegt skv. Biblíunni.
  8. Að klæðast skarti, t.d. eyrnalokkum o.þ.h. (1. Tim 2:9, Jes 3:16-24). Heyrið það! Skart hvers konar er illa séð og syndugt.
  9. Að kvarta (Júd 16) Úpps!
  10. Að vera ekki ánægður með það sem þú átt (Heb 13:5) Haha! Kirkjan hefur kvartað (synd) yfir að fá ekki næga peninga til að reka sig, yfir því að fá ekki að stunda trúboð, yfir því að þurfa taka á kynferðisbrotamálum innan vébanda sinna. Greinilega ekki ánægð :D
  11. Að eiga í kjánalegum samræðum (Efe 5:4) Mig grunar að kirkjunnar menn lendi oft í kjánalegum samræðum, t.d. um hvernig heimurinn varð til ...
  12. Tala illa um fólk (Róm 1:29) Þeir eru nú ekki fáir sem tala illa um minnihlutahópinn sem er að reyna leggja menningu þessa lands í rúst með því að vega að rótum siðar, hefðar og menningar landsins og bola út trúboði úr skólum.
  13. Að dreyma sauruga drauma (Júd 8) Það er ekki auðvelt að koma í veg fyrir það.
  14. Að borða dýr sem hafa kafnað (Post 15:20) Hvernig veit maður það í dag?
  15. Að trúa þróunarkenningunni (Sálmarnir 100:3) Jább!
  16. Að nota svindlvogar (Okv 11:1) Barn síns tíma.
  17. Að óttast menn (Lúk 12:4-5) Maður á víst frekar að óttast djöfulinn.
  18. Að krossfesta ekki holdið (Gal 5:24) Þetta er svolítið tricky synd.
  19. Að spá fyrir öðrum (Post 16:16-18) Bíddu, bíddu...hvað heitir aftur síðasta bók biblíunnar...já, alveg rétt, Opinberunarbókin...þar sem kemur fram spádómur um hvernig heimsendir muni verða. Ég myndi flokka það sem spádóm.
  20. Að gera ekki allt sem Guð býður (Kol 3:23) Maður getur víst ekki bara valið og hafnað því sem hentar manni best. Ætli nútímakristnir menn viti af þessari synd?
  21. Að tilbiðja Guð án þess að þekkja hann (Post 17:23) Halló, Íslendingar!
  22. Vera hvorki heitur né kaldur (Opinb. 3:15-16) ...eins og flestir kristnir Íslendingar, held ég.
  23. Að treysta á sjálfan sig frekar en Guð (Hós 10:13) Eins og flestir nútímamenn gera, reikna ég með.
  24. Að hlusta frekar á eiginkonu sína en Guð (1. Mós 3:17) Já, heyrið það, konur!
  25. Að sparka/slá í pung manns (5. Mós 25:11-12) Á við um konur Hæfileg refsing er talin vera, að höggva af hönd konunnar.
  26. Að sinna eigin málum umfram málum Krists (Fil 2:21) Eins og flestir gera.
  27. Samkynhneigð (3. Mós 18:22, Róm 1:24-28. 1. Kór 6:9) Þetta fellur illa að ímynd kirkjunnar í dag og eru margir prestar að reyna milda þessa synd.
  28. Að heiðra ekki forsetann/konunginn/keisarann (1. Pét 2:17) Þið sem eruð kristinn og finnst Ólafur Ragnar ekki nógu góður, þið verðið að heiðra hann engu að síður.
  29. Að gantast, grínast eða fara með gamanmál og spaug (Efe 5:4) Jáhá, þar hafið þið það.
  30. Að færa Guði dýr með kláða sem fórn (3. Mós 22:6-7) Jább, engin kláðadýr!
  31. Að vera ekki góður (Kól 3:12) Já, er það synd í kristni, að vera ekki góður?
  32. Að vera latur (2. Þes 3:10-12) Ef einhver er latur, á hann ekki að fá mat. Bíddu, hvað varð um það að vera góður?
  33. Að elska sjálfan sig (2. Tím 3:2) Vandlifað!
  34. Fylgjast með dagatali og halda upp á ákveðna daga (Gal 4:10) Hvernig er annars hægt að halda upp á afmæli, jól og þess háttar?
  35. Muldra og nöldra (Júd 16:16, Fil 2:14) Úff...ég þekki alveg nokkra sem gætu tekið þetta til sín. Reyndar gæti ég það líka sjálfur :D
  36. Að vera ekki fullkominn (1. Mós 17:1, 1. Kon 8:61, 2. Kór 13:11) Það eru engar smá kröfur!
  37. Að ástunda heimspeki (Kól 2:8) Já, þetta er sem sagt synd, þannig þið sem eruð kristin í heimspeki í HÍ...shame on you!
  38. Að njóta lífsins (Jak 5:5) Nú, má það ekki heldur?
  39. Að biðja langra innihaldslausra bæna (Matt 23:14) Ekki vera trufla Guð að óþörfu :P
  40. Að hlýða ekki presti sínum (Heb 13:17) Jább, skv. biblíunni eru prestar víst svo skynsamir enda stýrt af heilögum anda. Þannig ef prestur segir þér að klæða þig úr og leggjast á hnén...
  41. Að predika þekkingu manna (1. Kór 2:13) Óþarfi að vera eitthvað að fást um vísindi og þess háttar
  42. Að sænga hjá hreinni mey (5. Mós 22:22-24) Ef hún er lofuð en kallar ekki á hjálp ber að grýta þau bæði til bana. En hún kallar á hjálp, þá nægir að drepa hann.
  43. Að sænga hjá skyldmenni (5. Mós 27:20-23) Reyndar er saga í Biblíunni sem mælir gegn þessu (sjá 1. Mós 19:30-36) þar sem dætur leggjast með föður sínum án þess að það sé bölvað! Reyndar fer ekkert vel fyrir afkomendum viðkomandi kvenna, en Biblían er yfirleitt ekki svo djúp að hún leggur ekki út fyrir lesendur hvernig beri að túlka hana.
  44. Húðflúr (3. mós 19:28) Ég er viss um að þið vissuð þetta ekki.
  45. Að borga ekki alla skatta sína (Lúk 20:25) Jább!
  46. Að vera norn (2. Mós 22:17) Dauðarefsing
  47. Að stunda kynmök með dýrum (2. Mós 22:18) Dauðarefsing
  48. Eiginkonur sem eru ekki undirgefnar eiginmönnum sínum (Efe 5:22) So much for equal rights!
  49. Að trúa ekki öll því sem stendur í Biblíunni (Jóh 8:47, 10:27, 12:48) Já, gjörasvovel og trúa öllu saman. Ekki velja og hafna.
  50. Að lesa ekki Biblíuna daglega (1. Pét 2:2, 1. Þes 1:8, 1. Tím 4:16) Hversu margir kristnir á Íslandi skyldu fylgja þessu eftir?

Þetta eru einungis 50 af þeim +660 syndum sem tilteknar eru í Biblíunni. Margar þeirra henta afskaplega illa í nútímasamfélagi, t.d. hugmyndir Biblíuritara um stöðu konunar, samkynhneigða, ofbeldi gegn börnum og svo mætti lengi telja. Hversu oft á síðastliðnum árum höfum við heyrt af einhverjum sem hefur verið grýttur til bana fyrir að sofa hjá hreinni mey? Það gengur bara ekki upp í okkar samfélagi, en gallinn er bara sá, að þegar þú ert á annað borð farinn að velja og hafna úr þessum flokki, hvað á við þig eða þitt samfélag, þá eru farinn að brjóta gegn því sem Guð boðar. Þú verður að fylgja öllum lögmálum hans til að teljast hólpinn. Og hversu margir Íslendingar ætli séu tilbúnir að fórna því lífi sem þeir lifa í dag, til að hefja nýtt líf sem sannkristnir einstaklingar og lifa eftir öllum boðum og bönnum Biblíunnar? Ég hugsa, að þeir sé ansi fáir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki fyrr en maður fer að lesa um og sjáfa bíblíuna sem geðveikin kemur í ljós , en sum geðveiki er snilld , það allvega hlýtur að kallast snilld að geta troðið þessu uppá nær allt mannkynið á sínum tíma , reyndar var ekki svo mikið val þá , vertu kristinn eða við drepum þig.  Mjög ógeðfelld þessi trú okkar alveg sama hvað við köllum hana eða guðin sem henni á að stýra.

Ef það er til Djöfull þá er hann rithöfundur og búin að gefa út nokkrar bækur og við trúum á þær.

eða sumir

Ómar Ingi, 31.10.2010 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband