Um helgina sagði innanríkisráðherra Indlands af sér vegna hryðjuverkanna þar. Þó svo hann beri að sjálfsögðu ekki ábyrgð á gjörðum þeirra eða hafi komið að skipulagningu voðaverkanna, þá telur hann að siðferðilega beri hann ábyrgð. Einnig yfirmaður öryggismála í landinu og búast fréttaskýrendur við að fleiri ráðherrar skili inn uppsagnarbréfi sínu á komandi dögum.
Mikið vildi ég óska þess að ráðherrar á Íslandi hefðu sama siðferði og þeir á Indlandi.
Geir lýsti því yfir í viðtali við erlenda fréttastofu að hann bæri ekki ábyrgð á ástandinu, heldur voru það bankamenn sem gerðu allt vitlaust. Kannski ekki ólöglega hluti, en Geir bar þó ekki ábyrgð á regluverkinu. Hann er jú bara forsætisráðherra og var fjármálaráðherra í stjórn Davíðs þegar regluverkinu var komið á. Hann á bara enga sök á fjármálakrísunni hérlendis, því hún er annars vegar komin að utan og hins vegar vegna ofsafenginnar gróðafíknar bankamanna.
Hvað ætli þurfi að gerast til að Geir taki ábyrgð?
Ef hann ekur á ljósastaur, var það þá staurnum að kenna? Bílnum? Veginum? Veðrið slæmt? Ljósin biluð?
Ef hann lemur mann, var það þá manninum að kenna? Aðstæðum? Eða áðurnefndum ljósastaur?
Ég held, að Geir væri nær að læra svolítið af indversku starfsbræðrum sínum. Prófa að fletta upp í orðabók og lesa hvað orðið siðferði þýðir.
Geir ber siðferðislega ábyrgð á ástandinu og þarf að axla hana. Hann gerir sig sekan um ótrúlega blindu með því að neita því og ég leyfi mér að efast um, að Sjálfstæðisflokkurinn geti annars vegar setið í stjórn og hins vegar hlotið góða kosningu á meðan hann neitar þessari siðferðilegu ábyrgð sinni.
Íslendingar muna vinargreiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 1. desember 2008 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú heldur að þeir sem segja af sér geri það af því að þeir hafi svo mikla siðferðisvitund. Það geta verið allt aðrar ástæður sem liggja að baki. M.a. áhyggjur af lífi og limum. Á Indlandi er mjög mikil stéttaskipting, mismunun og spilling. Ég hef ekki áhuga á því að læra af þeim.
Smjerjarmur, 1.12.2008 kl. 10:10
Hvar er talað um í þessari færslu að við eigum að taka upp Kaste-kerfið?
Ég held, að við þurfum hins vegar ekkert að læra af Indverjum hvað viðkemur stéttaskiptingu, mismunum og spillingu. Mér sýnist við hafa náð bara ansi góðum árangri sjálf hvað þá hluti varðar, þó svo vissulega eigum við langt í land með að ná Indverjum.
Það að halda því fram að áhyggjur viðkomandi indversks ráðherra af lífi og limum séu ástæður þess hann segi af sér, finnst mér ansi tæp rök og í raun ekki koma því við hvort Geir eigi að segja af sér, sökum siðferðislegrar ábyrgðar á hruninu. Téður ráðherra sagði sjálfur að hann bæri siðferðilega ábyrgð og sagði af sér, ég ætla ekki að leggja meira út frá orðum hans en nákvæmlega það sem í þeim segir. Ég gef mér ekki það ég viti meira eða betur. Hið sama myndi eiga við ef Geir segði af sér með sömu rökum.
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 1.12.2008 kl. 10:28
Þetta er það sem ég þekki frá mínu heimalandi Noregi . Að stjórnmálamenn taki pólitiska ábyrgð og segir af sér.
Heidi Strand, 1.12.2008 kl. 11:34
Þú hlýtur að sjá hvað það er óréttlátt að bera þetta saman. Indverjar eru margir og MIKLU fleiri en Íslendingar. Þeir eiga því auðveldara með að finna hæft fólk til að taka við. Hér getur ENGINN tekið við, hvorki í Seðlabanka né forsætisráðuneyti, svo það er siðferðislega rangt að segja af sér hér á landi og skilja allt eftir í reiðuleysi. Auk þess held ég að það sé miklu léttara að vera ráðherra á Indlandi. Þeir bera greinilega enga ábyrgð, segja bara af sér og flýja við fyrsta tækifæri.
oullie (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 15:41
Já, finnst þér ekki vera nóg af hæfileikafólki hérlendis? Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra það. Úr því að ENGINN getur tekið við, þá hlýtur ENGINN að vera vandanum vaxinn, því ég fæ ekki séð að þeir sem sitja að völdum núna séu það. Að minnsta kosti er ekki hægt að segja að þær lausnir sem fram hafa komið á þeim vanda sem nú geysar hafi verið til þess að leysa hann eða draga úr skaða. Ég hvet fólk til að skoða hversu miklar verðbæturnar hafa verið á verðtryggðum húsnæðislánum undanfarna 6-9 mánuði og íhuga svo, hvort það sé í raun einhver lausn að fresta 10% af mánaðarlegri afborgun þeirra. Í mínu tilfelli hækkuðu lánin um litlar 300 þúsund krónur BARA Í SÍÐASTA MÁNUÐI!
Hver ber ábyrgð á því að halda aftur af verðbólgu? Seðlabankinn, ekki satt. Það er eitt aðalmarkmiða hans.
Hver ber ábyrgð á Seðlabankanum? Jú, hann heyrir undir ráðuneyti Geirs Hilmars. Geir hefur sjálfur sagt að hann hafi fulla trú á bankastjórninni og finnst hún ekki hafa brugðist á neinn hátt. Þá hlýtur hann sjálfur að taka ábyrgð á því, að stofnun undir hans ráðuneyti hefur ekki náð að sinna hlutverki sínu. Að sama skapi finnst mér að Björgvin eigi að segja af sér, því FME hefur ekki sinnt sínu hlutverki.
Ef við ætlum sífellt að stinga höfðinu í sandinn og láta segja okkur það, að enginn geti tekið við, að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini raunverulegi kosturinn, þá erum við bara að halda áfram að láta ljúga að okkur sömu, gömlu lyginni. Það hefur ekki reynt á það undanfarin 17-18 ár og mér finnst vera kominn tími til breytinga. Ef þær fjármálahamfarir sem nú geysa, fá ekki Íslendinga til að skilja, að ráðherrar, líkt og annað vinnandi fólk, á að taka ábyrgð á verkum sínum og ráðuneyta sinna, þá verð ég að viðurkenna, að þá hljótum við ekki eiga annað skilið.
Ég held einmitt, að hér sé nóg af hæfileikaríku fólki, einstaklingum sem eru bæði með menntun og reynslu til að taka við þeim störfum, sem myndu losna ef ráðherrar sæju sóma sinn í því að segja af sér, t.d. væri hægt að fá einstakling menntaðan í fjármálafræðum til að sjá um fjármálaráðuneytið, í stað dýralæknis. Það er kominn tími til að stokka upp í þessu kerfi okkar og tryggja, að framvegis sé hugtakið ábyrgð mikilvægt í íslenskum stjórnmálum, ekki eitthvað orð sem menn kasta sín á milli í hjákátlegum og sandkassaleikslegum umræðum á Alþingi.
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 1.12.2008 kl. 19:25
sammála þér bróðir sæll. en þetta er náttúrulega líka innanbúðarmál hjá Sjálfstæðismönnum. Geir rekur ekki Davíð til dæmis.. því það mundi kljúfa flokkinn og það má flokkurinn ekki við núna þar sem fylgi þeirra er snarminnkandi. nú svo hefur það verið til siðs á íslandi að þeir sem vilja vinna störf án ábyrgðar velja sér alþingi og ráðherramennsku.. það er svo kúl að ráða öllu en bera enga ábyrgð. vildi óska að aðrar starfsstéttir hefðu gætu lifað á sömu speki.
en auðvitað eru sumir í ríkisstjórninni ekki færir um að sitja lengur, bæði siðferðislega og hæfnislega og ég sé ekki vandamálið í því að þetta fólk fari bara. það er ekki einsog það sé eitthvað sérstaklega gaman að sitja sem ráðherra í augnablikinu..
en jæja..
tuð tuð
sara hrundsara hrund (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.