Eftir umræðurnar á hinu háa Alþingi í gær, verð ég að viðurkenna, ef einhvern tíma mér hefur fundist að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að vera við völd, þá er það núna. Öðru eins hef ég ekki orðið vitni að áður, nema hugsanlega þegar ég var ennþá að kenna í grunnskóla. Mér fannst Geir í raun aldrei svara þeirri gagnrýni stjórnarandstöðunnar sem í vantrausttillögunni lá, heldur reyndi hann ítrekað að gera tillöguna sjálfa ótraustvekjandi og misskildi að mér sýndist vísvitandi hvað í henni fólst. Björn, að venju, var eins og sex ára strákur í sandkassaslag og var sjálfum sér, að venju, til skammar.
Er tillagan hafði verið felld mættu Steingrímur og Geir til Jóhönnu í stutt viðtöl. Steingrímur hélt ágætlega virðingu sinni, viðurkenndi að þessi orrusta hefði tapast en stríðið væri ekki búið. Það væri hlutverk stjórnarandstöðunnar að veita ríkisstjórninni aðhald, sérstaklega þegar um jafn óvinsæla stjórn er að ræða. Það væri bæði réttur þeirra og skylda. Geir hins vegar hélt áfram í sínum barnalega leik og þegar hann var spurður út í hvort stjórnarandstaðan gæti nú hugsanlega eitthvað haft til sín máls, þá brást hann ókvæða við og hálfpartinn hreytti í Jóhönnu svari, sem mér fannst hvorki fulg né fiskur.
Það var líka mjög áhugavert að fylgjast með þessum fundi í gær. Fyrir utan það hvað fundarstjórn var slæleg og að mörgu leyti léleg (spurning hvort fundarstjóri hefði ekki mátt vera örlítið minna ánægður með sjálfan sig) þá voru margir ræðumanna með áhugaverða punkta. Sérstaklega fannst mér gaman að sjá þegar Margrét lét fólk standa upp úr stólum sínum, til að sýna fram á hversu auðvelt það er fyrir menn að standa upp úr stólum sínum fyrir konu.
Í gærkvöld, þegar öllu þessu var lokið, þá sat ég með þá tilfinningu að ráðherrar okkar virðist telja að þeir séu of mikilvægir til að hægt sé að boða til kosninga. Ef boðað verði til kosninga þá muni allt fara hér til andskotans. Ætli einhver geti ekki bent þeim á, að það sé allt komið til andskotans? Sá hinn sami mætti líka segja þeim, að kirkjugarðar landsins eru stútfullir af mikilvægu fólk en landið og samfélagið er hins vegar hér enn.
Að lokum langar mig til að láta hér myndband með alþýðudúettinum Plató fylgja með. Á vel við á þessum tímum.
Þetta er þjóðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 25. nóvember 2008 | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
góð grein..og gott myndband, skemmtilegt hvað það á vel við.
kv.
sara hrund
sara hrund (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.