Eitt af því sem ég hef stunduð fjallað um, er hvernig fólk hagar sér á netinu. Sú mynd sem maður dregur upp af sjálfum sér á netinu getur í sumum tilfellum verið ansi ólík þeirri persónu sem maður er í raun í sínu daglega lífi. Nærtæk dæmi eru þeir sem falla í hlutverk trölla á spjallsvæðum eða þeir bloggarar sem gera út á það, að gera lítið úr öðrum til upphafningar á sjálfum sér.
Netið er eini fjölmiðilinn þar sem allar upplýsingar, allt sem fram kemur þar eða hefur verið hlaðið upp á netið, eru geymdar að eilífu. Tökum sem dæmi þetta blogg mitt. Jafnvel þó ég eyði út blogginu, fæ blog.is til að eyða öllum gögnum af serverum sínum, þá lifir það sem ég hef skrifað hér áfram. Jafnvel eru til sérstakar síður og vélar, sem eru helgaðar því að taka afrit af öllum vefsíðum á hverjum tíma.
Það er því mjög mikilvægt fyrir netnotendur að gera sér grein fyrir þessu og vinna á netinu út frá þessum upplýsingum. Það er ekki sama hvernig við komum fram, ekki sama hvað við segjum (jafnvel undir öðrum nöfnum) og enn síður sama hvað við gerum. Í raun mætti segja, að netnotendur þurfi að stunda ákveðna mörkun (e. branding) á sjálfum sér á netinu, þ.e. ákveða með sjálfum sér hvernig persóna þeir vilji að birtist á netinu, hvað mynd þeir vilja draga upp af sjálfum sér. Ekki ósvipað og allir sem eru í fjölmiðlum þurfa að gera. Hjá flestum gerist þetta sjálfkrafa, aðrir þurfa jafnvel aldrei að leiða huga að þessum málum þar sem hegðun þeirra á netinu er alla jafna góð. Hins vegar eru ekki allir þannig úr garði gerðir.
Til dæmis er það þekkt í Bretlandi að starfsmannastjórar skoða sífellt meira og ítarlegar umsækjendur um tilteknar stöður og hegðun þeirra á netinu. Ég reikna með, ef gerð væri rannsókn á þessu hérlendis myndi svipuð þróun koma í ljós. Þannig getur það komið í bakið á einhverjum ef viðkomandi hefur sótt um starf sem verkefnastjóri hjá Jafningjafræðslunni en er á sama tíma í Facebook-grúppunni Náðu í bjór, druslan þín - Staður konunnar er í eldhúsinu! Þannig mætti segja, um leið og netið hefur fjölgað leiðum okkar til tjáningar og stuðlað þannig að meira frelsi, þá er það frelsi vandmeðfarið. Vissulega öllum frjálst að hafa þær skoðanir sem þeir kjósa, en það er ekki víst að Jafningjafræðslan sé réttur staður fyrir einstakling sem þarf að vinna með unglingum, að hann sé með mjög ákveðnar, niðrandi skoðanir um kvenfólk.
Ágætur félagi minn er oft og iðulega dæmdur harkalega fyrir framkomu sína á netinu. Þeir sem þekkja hann í raunheimum hafa þó oftast nær gott eitt um hann að segja. Hins vegar birtist manni oft önnur persóna á netinu, persóna sem ekki endilega hefur eftirsóknarverða eiginleika. Þannig er það með marga, sjálfur get ég fallið í þá gryfju. Ég velti stundum fyrir mér, hvort einhver myndi ráða mig í vinnu eingöngu út frá skrifum mínum og gjörðum á netinu. Hið sama gildir þegar ég sé fólk tröllast eða gera hluti sem eru á gráu svæði.
Þannig, ef þú hefur ekki hugsað um þessi mál áður, þá er kannski ekki seinna vænna. Prófaðu að gúggla þig, sjáðu hvað kemur upp. Bæði þig og þau notendanöfn sem þú notast venjulega við. Það getur verið mjög áhugavert að sjá hvað dúkkar up. Skoðaðu hvort allt sem upp kemur birtir þá mynd af þér sem er eins og sú sem þú vilt draga upp af þér. Kannski er þörf á að endurskoða hegðun sína, gjörðir og skrif.
Flokkur: Bækur | Laugardagur, 22. janúar 2011 (breytt kl. 19:56) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kurdor er ekki sáttur við þessi skrif.
Kurdor (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 18:13
Þannig þessi skrif eru Kurdor disapproved!
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 23.1.2011 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.