Ég verš oft hugsi yfir žeim miklu breytingum sem oršiš hafa į undanförnum įrum og hvort viš sem samfélag séum ķ stakk bśin til aš taka viš žeim öllum. Žrįtt fyrir aš viš höfum ekki upplifaš ašrar eins breytingar og ömmur okkar og afar, sem fluttu śr torfbęum ķ steinsteypt hśs meš rennandi vatni, heitu og köldu įsamt eldavélum, žvottavélum og śtvarpstękjum, žį eru margar žęr breytingar sem viš erum aš verša vitni aš og žįtttakendur ķ stórkostlegar en tekst samt aš fara einhvern veginn undir radarinn, ef svo mętti aš orši komast.
Netiš er lķklega einhver mesta samfélagsbreyting sem hefur oršiš frį žvķ samfélagiš žróašist śr žvķ aš vera bęndasamfélag yfir ķ aš vera borgarsamfélag. Netiš er aš breyta žvķ hvernig viš eigum ķ samskiptum hvert viš annaš. Netiš er aš breyta žvķ hvernig viš vinnum. Netiš er aš breyta öllu og stundum er eins og viš gefum okkur ekki tękifęri til aš bregšast viš breytingunum.
Vissir žś aš mešalmanneskjan eyšir um 26 klukkustundum ķ hverri viku į netinu? Hugsašu žér, mešalmanneskjan er aš eyša nęstum heilum sólarhring af hverri viku bara ķ netiš.
Sś spurning sem óhjįkvęmilega rķs hjį mér er, erum viš aš bregšast viš žvķ? Hvernig er samfélag okkar aš bregšast viš žessari stašreynd? Viš vitum aš žessi tala į bara eftir aš hękka.
Eru grunnskólar farnir aš huga aš žessu? Hafa žeir tekiš sig til og breytt nįmsskeišum, kennsluašferšum og markmišum til aš endurspegla žennan veruleika? Eru fyrirtęki og stofnanir ķ stakk bśnar til aš fęra starfssemi sķna sķfellt meira inn į netiš?
Žaš eru mörg fyrirtęki og margir skólar sem hafa gert vel ķ žeim efnum en žvķ mišur eru žaš undantekningarnar. Sį veruleiki sem blasir viš ungu fólki ķ dag er allt annar veruleiki en birtist fólki af eldri kynslóšum. Yngri kynslóšir horfa t.d. minna į sjónvarp, žeim nęgir aš nį ķ sķna uppįhaldsžętti į netiš og streyma žeim jafnvel ķ tölvur sķnar ķ staš žess aš hlaša žeim nišur. Tölvan er oršiš mikilvęgasta verkfęri nśtķmamannsins en žrįtt fyrir žaš, eru kennarar ennžį aš notast viš krķtartöflur eša sambęrileg verkfęri ķ kennslu og slķkt hiš sama mętti heimfęra upp į ašferšir margra fyrirtękja. Hugsašu žér, krķtartaflan var innleidd ķ kennslu, ef ég man rétt, į 19. öld.
Vandamįliš er, sżnist mér, aš breytingum fylgir sį galli, aš žurfa tileinka sér žęr. Ķ dag eru mörg fyrirtęki į Ķslandi sem eyša frekar litlu pśšri ķ markašssetningu į netinu, žaš er afgangsstęrš ķ hugum margra markašsmanna. Žrįtt fyrir allar rįšstefnur, fundi og tal um mikilvęgi netsins, žį eru fyrirtęki mörg hver ekki aš sinna žessum markaši sem skyldi. Gallinn er bara sį, aš žau fyrirtęki eiga eftir aš lenda ķ vandręšum. Žau žurfa, rétt eins og kennarar og kennsluašferšir žurfa aš taka miš af samtķmanum hverju sinni, aš laga markašssókn sķna aš markhópnum og žegar markhópurinn er gott sem oršinn frįhuga sjónvarpi, žżšir eitthvaš aš auglżsa žar?
Ķ dag eru miklar breytingar aš verša į sķmaeign landsmanna. Ķslendingar, nżjungagjarnir sem žeir eru žegar kemur aš tękni, eru nś upp til hópa aš skipta śt venjulegu gemsunum sķnum fyrir 3g eša smartsķma. Nś er mikilvęgt aš hafa netiš ķ sķmanum og helst sķma sem getur tekiš viš hvers kyns višbętum. Ég spyr aftur, erum viš sem samfélag bśin undir žetta? Eru skólar aš fęra sér žessa tękni ķ nyt? Eru fyrirtęki farin aš notfęra sér žetta, eins og t.d. Lufthansa sem getur śt mobile boarding pass?
Eša erum viš kannski svolitlir flottręflar į žessu sviši? Finnst voša töff aš eiga žetta en vitum ekkert hvaš viš eigum aš gera viš alla žessa tękni?
Ég held, aš žaš sé grķšarlega mikilvęgt aš viš kennum komandi kynslóšum į žessa tękni, allt sem henni fylgir, kosti og galla. Žaš leikur enginn vafi į aš žetta er komiš til aš vera, netiš fer ekkert og veršur bara fyrirferšameira. Žaš žurfa allir, samfélagiš ķ heild sinni, stofnanir, fyrirtęki, skólar og svo mętti lengi telja, taka miš af žvķ.
Nemandi ķ hįskóla ķ dag skrifar aš jafnaši į milli 40-50 blašsķšur af verkefnum į hverri önn ķ nįmi sķnu, en sendir um 500 blašsķšur af tölvupóstum į sama tķma. Hugsašu žér žį hversu margar blašsķšur smįskilabošin telja eša MSN samręšurnar. Hugsašu žér sķšan hversu mörgum blašsķšum af texta žś hefur žurft aš skila ķ vinnu žinni į móti hversu margar blašsķšur af tölvupóstum viš skrifum ķ viku hverri. Žó svo žaš aš skila verkefnum ķ hįskóla meš žessum hętti sé įgęt ęfing, žį žurfum viš engu aš sķšur aš breyta žvķ hvernig viš hugsum.
Times, they are a'changing söng Dylan og hafši alveg rétt fyrir sér. Hvort honum hafi óraš fyrir žeim breytingum sem eru aš verša nśna į vestręnu samfélag skal ósagt lįtiš. Spurningin sem situr eftir er, erum viš tilbśin?
Flokkur: Bękur | Sunnudagur, 31. október 2010 (breytt kl. 20:37) | Facebook
Fęrsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Ž | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilegar vangavelltur.
Gat ekki stillt mig um aš kvitta fyrir komana. Ég hélt fyrirlestur fyrir skemmstu um markašssetningu og hvernig hśn er aš renna saman viš almannatengsl meš tilkomu netsins. Notaši einmitt texta Dylans ķ nįkvęmlega sama tilgangi. Dylan var reyndar aš syngja um allt ašra byltingu, en žį sem hér um ręšir.
Ég vellti žvķ lķka fyrir mér hvort tala ętti um breytingu eša byltingu. Endaši į žvķ sķšarnefnda, žar sem miklar breytinar = bylting.
kv.
Stjįni
StjaniGunnars (IP-tala skrįš) 31.10.2010 kl. 20:53
Góšur punktur meš byltinguna. Ég hef einmitt oft pęlt ķ žessu meš e-marketing og hvernig žaš er tveggja manna tal, ķ staš einręšu, eins og markašssetning hefur veriš (ja gott sem eingöngu) hingaš til. Hefši veriš til ķ aš sitja žennan fyrirlestur :)
Žorsteinn Mar Gunnlaugsson, 31.10.2010 kl. 21:32
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.