Dragonlance: Dragons of Flame (1. hluti) - Úr öskunni í eldinn

Dragonlance-DoAT_08

Hetjurnar héldu ferð sinni áfram að Nýhöfnum. Landið var eyðilegt yfir að líta og svo virtist sem herinn sem þar hafði nýlega farið yfir hafi engu eirt. Hvert sem litið var mátti sjá eyðileggingu og dauða. hópurinn hélt því áfram í þögn, þar til sást að brúnni yfir Hvítá. Ekki fór á milli mála að hennar var vandlega gætt. Eftir að hafa rætt saman um stund, var ákveðið að kanna hvort ekki væri hægt að komast yfir brúnna, þar sem í ljós að verðir voru af kyni hádrýsla, sem hetjurnar ályktuðu að hlytu að vera málaliðar í þessum her. Farið var af veginum og komið vestan megin að brúnni. 

Þegar hetjurnar komu að brúnni stukku 6 hádrýslar til og hindruðu för þeirra. Thol steig fram fyrir skjöldu og sá til þess að ekki sló í brýnu.

,,Við erum bara ferðalangar á leið til Nýhafna, að hitta félaga okkar," sagði hann. Verðirnir litu hver á annan.

,,Hér fer enginn um, að skipun háherrans Verminaard, aðrir en hermenn hans," svaraði sá sem fór fyrir hópnum.

,,Og hvernig gerist maður handgengur Verminaard," spurði Lorieth.

,,Þú þarft að sverja honum og Dökku Drottningunni hollustu þína, nokkuð sem þínir líkar munu eflaust aldrei geta," sagði foringinn með augljósri vanþóknun.

,,Er ekki hægt að gera það hér," spurði Thol og gaf félögum sínum til kynna að halda ró sinni, um leið og hann brosti vinalega til varðanna.

,,Verminaard er í Pax Tharkas, þið þurfið að fara þangað viljið þið ganga til liðs við herinn, fáherra Toede er hér fyrir vestan að safna þrælum úr hópi þeirra sigruðu, þrælum sem eiga að vinna í námu virkisins," svaraði hádrýsillinn og slíðraði sverð sitt.

,,Við, aumir ferðalangar, viljum bara fá að sjá hvort vinir okkar eru hólpnir, vinir og fjölskylda," skaut Dalía inn í umræðurnar. Verðirnir litu á hana en virtust ekki sjá mikla þörf í að svara kvenmanni.

,,Kannski getum við komist að samkomulagi," sagði Thol og lét glitta í tvo stálpeninga á milli fingra sér. Hádrýslarnir litu hver á annan og ypptu öxlum. Eftir stuttar samningaviðræður sættust hádrýslarnir á að hver úr hópi hetjanna greiddi 10 stálpeninga fyrir að komast yfir brúnna. Hetjurnar vörpuðu öndu léttar, enda orðnar þreyttar eftir hafa verið án hvíldar í hálfan annan sólarhring.

images (1)

Þegar yfir var komið lá slóðinn upp á litla hæð, þar sem sást vel yfir. Er hetjurnar náðu þangað upp sáu þær, að grunur þeirra var á rökum reistur. Nýhafnir voru fallnar og svo virtist sem her drekamannanna væri að gera sig kláran til að ráðast inn í álfríkið Qualinesti. Hvert sem augu litu voru framverðir hersins, stór og illvíg tröll. Þar sem hetjurnar stóðu sáu þær álf koma hlaupandi undan fjórum stórum tröllum. Hetjurnar ákváðu að skerast í leikinn, drógu upp vopn sín og reyndu að tryggja undankomu álfsins. Þegar hann kom nær sáu Adran og Lorieth að þar var á ferðinni Gilthanas, næstelsti sonur Solostarans, sendiherra Sólarinnar í Qualinesti. Bardaginn dró að sér mikla athygli og þrátt fyrir hetjulega baráttu þá voru hetjurnar að lokum yfirbugaðar og handsamaðar. Vestri brá sér í líki íkorna og komst undan á hlaupum, var það eina von hetjanna að hann kynni að finna hjálp handa þeim.

Hetjurnar voru færðar inn í fangavagn og búnaður þeirra hirtur af þeim. Vagninn stóð í stóru rjóðri þar sem herflokkur drekamanna, drýsla og hádrýsla réðu lögum og lofum, undir styrkri stjórn fáherrans Toede. Hetjurnar voru settar í vagn ásamt Gilthanas, Elistan frá Haven og nokkrum varðliðum Háleitendanna. Þar komust hetjurnar að því að Haven hafi verið lögð í rúst og fólkið þar hneppt í þrældóm, menn, konur og börn flutt nauðug til Pax Tharkas þar sem þeim var ætlað að vinna í námum, mönnum ógnað og hótað því ef þeir hlýddu ekki yrði fjölskyldum þeirra gert illt. Hetjurnar leituðu leiða til að sleppa út úr vagninum en Gilthanas hvatti þær til að bíða betra tækifæris. Þær nýttu því daginn til að hvílast. 

Er afturelding litaði himinn, fundu hetjurnar hvernig haustvindarnir bitu. Allt um kring var þykk þoka og birtust verðirnir fyrst sem skuggar en runnu síðan saman við þokuna á ný. Nokkrir þeirra komunær og af útlínunum að dæma voru það drekamenn. Þeir heltu illa lyktandi stöppu í nokkrar skálar og hentu inn í búrin.

Skyndilega heyrðu hetjurnar sverðaglamur. Öskur og köll rufu morgunkyrrðina. Einhvers staðar greindu þær djúpa karlmannsrödd skora menn áfram og bardaganiðinn berast nær.

Gilthanas leit upp, óttablik í augum.

,,Þetta er Theros Ironfeld, álfvinur. Þeir illu hljóta að hafa komist að þeirri hjálp sem hann veitti fólki mínu. Ég óttast að hann muni gjalda fyrir með lífi sínu. Drekamennirnir hefðu fangað mig mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir hugprýði og djörfung smiðsins. Hann hefur smyglað álfum út úr Solace síðan þorpið féll, af fórnfýsi og góðmennsku.“

Orrustugnýrinn hætti. Stór hópur drekamanna birtist í þokunni, haldandi á blóðugum líkama manns. 30 bogamenn fylgdust með er búrið var opnað og manninum hent inn. Handleggur hans hafði verið hogginn af við olnboga og fossaði blóð úr sárinu. Hann stundi lágt en féll síðan í ómegin. Theros var við dauðans dyr. Pieter og Dalia stukku til og notuðu nýfengna krafta sína til að lækna hann. Þrátt fyrir að bæði höfðu sagt öðrum í vagninum frá hæfileikum sínum, hafði þessi atburður mikil áhrif á nærstadda. Lækningakraftar sem þessir höfðu ekki sést svo árhundurðum skipti og ráku því allir upp stór augu. 

Dagurinn leið hægt áfram undir heitri sólinni. Drekamenn og hádrýslar stóðu vörð um vagnalestina en ekki var fleiri föngum bætt í búrin þann daginn. Svo virtist sem varðmennirnir væru á nálum og biðu einhvers. 

Er sól heig til viðar handan við trén, var bið þeirra á enda. Skyndilega komu mun fleiri hádrýslar og drekamenn inn í rjóðrið, ásamt fáherra Toede. Stórir hirtir voru teymdir undir vagnana, fjórir til dráttar á hverjum þeirra. 

Nótt skall á um leið og verðirnir mynduðu raðir fyrir framan og aftan vagnalestina, sem samanstóð af 5 vögnum, þremur með búrum en tveimur sem halda vistir. Ökumaður og varðmaður sátu við stýri hvers þeirra og hvöttu hirtina áfram.

Toede reið þéttbyggðum smáhesti meðfram röðinni og gargaði skipanir til hermannanna. Hann skemmti sér við að segja föngunum frá því sem biði þeirra í dýflissum Pax Tharkas sem og af háherranum sem stýrir þar. Þjónn hans, ungur og skítugur gully dvergur að nafni Sestun, reyndi að fylgja honum eftir eins vel og honum var unnt. Sestun féll títt fram fyrir sig, leðja slettist á hann undan vögnunum og það var honum erfitt að hafa við Toede. Hann fór oft framhjá vagninum sem hetjurnar voru í, með nýjan málmhjálm á höfði sem féll yfir andlit hans en stoppaði á rauðu nefinu. Stríðsöxi, hverrar gæði mátti efast um, hékk í belti dvergsins.

Fizban the Fabulous

Vagnalestin stansaði skyndilega. Fyrir framan hana stóð gamall maður, með sítt skegg og barðastóran hatt. Hann virtist í hrókasamræðum við tré eitt, sem virtist þó ekki vera að svara honum. Þar sem hetjurnar sátu, sjáu þær að það fór sífellt meira í taugarnar á þeim gamla, hve tréð hunsaði hann. 

,,Ég er mun eldri en þú, viltu hunskast frá, svo ég komist leiðar minnar!" sagði sá gamli og barði með staf sínum í tréð, sem stóð þó enn á sínum stað. Toede benti mönnum sínum á að taka þann gamla höndum og henda inn í eitt búranna. Honum var komið fyrir í vagni hetjanna og sáu þær þá að þarna var kominn sá sami og hafði sagt þeim að fara með stafinn til Xak Tsaroth, Fizban hinn frábæri. Hann vildi þó ekkert kannast við það og sagðist aldrei hafa séð hetjurnar áður. Hetjurnar reyndi að ræða við hann um leið og vangalestin hélt áfram en það var til einskis, augljóslega var sá gamli orðinn elliær.

Skyndilega kleif ör loftið og hafnaði í brjósti ökumanns eins vagnanna. Vörðurinn við hlið hans tók upp stríðsöxi og stökk niður af vagninum, hann var vart lentur þegar tvær örvar lentu í höfði hans. 

Fáherra Toede hleypti smáhesti sínum á skeið upp með lestinni og hvatti menn sína til dáða. Af hugdirfð og hetjudáð sneri hann fáki sínum við og reið að þjóni sínum, af herkænsku sinni skipaði hann Sestun að verja sig gegn árásum álfanna.

,,Ekki láta fangana sleppa, ormurinn þinn!“ Toede reið síðan af hugrekki fram eftir lestinni, eins langt frá bardaganum og honum var unnt. Nokkrar örvar flugu að honum en einhverra hluta vegna hæfðu þær ekki jafn stórt skotmark. 

Sestun stóð á fætur og hrópaði til Toede: ,,Já, herra!“ Síðan sneri hann sér að hetjunum.

,,Ormur, ha! Ormur. Ekki nýtt. Hann kalla mig orm alla daga.“ Hann tók upp stríðsöxi sína, svo reiður að rautt nefið virtist enn rauðara.

,,Ég heiti ekki Ormur og leiður á því. Ég heiti Sestun.“ Hann sveiflaði öxinni og braut lásinn af búrdyrunum í einu höggi. Er þær opnuðust setti hann öxina á öxl sér og sagði: ,,Ormur geta ekki brotið lás í einu höggi.“ Skælbrosandi af stolti hljóp hann inn í bardagann og barðist gegn árásarliði álfa frá Qualinesti. 

Gilthanas stökk samstundis út úr búrinu og hvatti hetjurnar til að fylgja sér. ,,Fólk mitt er hérkomið. Förum!“ Theros gerði sig líklegan til að flýja en Elistan og aðrir frá Haven óttuðust að eitthvað slæmt kynni að henda fjölskyldur þeirra gerðu þeir slíkt hið sama. Fizban leit á Elistan en síðan á hetjurnar.

,,Ég held að best sé, að ég gæti hans.“ Gilthanas yppti öxlum  en snerist síðan á hæli, greip sverð af föllnum hádrýsil og hljóp síðan inn í bardagann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband