Dragonlance: Dragons of Despair (4. hluti)

Hetjurnar voru harmi slegnar, þrátt fyrir að þeim hefði tekist að fella drekann. Því bæði Dalía og Adran höfðu fallið í aðgerðinni og svo virtist sem diskarnir hefðu horfið um leið og Dalía. Því var þetta allt til einksis unnið. Þær flýttu sér að safna saman því sem var að finna í fjársjóðshaug drekans og eftir stuttan fund var ákveðið að fara aftur ofan í holræsið. Í þann mund sem þær voru að fara kom æðsti prestur drekamannanna inn í sal Onyx og sá að allt var horfið, drekinn og fjársjóðurinn. Leiðtoginn vissi að það gat ekki var komið af góðu einu og hljóp því út og lét boða alla drekamenn fyrir sig. Á meðan skriðu Pieter og Thol á undan í gegnum holræsið aftur í húsið, þar sem Bupu, sem átti að gæta líks Adrans, lá sofandi. Þeir sáu strax að líkið var horfið! 

Áður en þeir náðu að krefja Bupu svara heyrðu þau hvar blásið var í lúður. Bupu vildi ólm komast af stað, þar sem hún sagði að þetta þýddi að allir ættu að mæta á stóra torgið fyrir framan höllina. Pieter og Thol laumuðust á eftir henni og reyndu að heyra hvað fór þar fram. Þar sem mikill vatnsgnýr var af fossi sem féll þar skammt frá þeim greindu þeir ekki orðaskil en gátu lesið í líkamsstöðu og látbragð leiðtogans, sem var gylltur drekamaður en ekki bronslitaður eins og hinir. Af honum mátti ráða að viðbúnaðarstig heraflans í hellinum hefði verið sett í hæstu stöðu.

Pieter og Thol flýttu sér tilbaka og létu vini sína vita af þessu. Ákveðið var að reyna komast í gegnum höllina aftur út. Hópurinn læddist aftur inn í sal drekans og þaðan inn í vistarálmu. Hetjurnar voru ekki komnar langt þegar þær urðu varar við að einhverjir komu inn í höllina. Nú voru góð ráð dýr og í skyndi var snúið aftur. Þær hlupu við fót inn í sal drekans, til að komast að leynihleranum. Þar hlupu þær beint í flasið á tveimur drekamönnum og óvíst var hvor hópurinn væri meira undrandi. Sem betur fer áttuðu hetjurnar sig fyrr og réðust að drekamönnunum, sem byrjuðu á því að vara aðra verði við. Skamman tíma tók að ráða niðurlögum varðanna tveggja en hópurinn flýtti sér aftur ofan í ræsið.

Þegar upp var komið beið Bupu þeirra í húsinu. Ræddu nú hetjurnar sín á milli hvernig hægt væri að komast þaðan úr hellinum með skjótum hætti. Augljóst var af látbragði bæði drekamanna og gullydverga að leitað væri hús úr húsi að hverjum þeim sem kynni að vera óboðinn þarna á ferð. Hetjurnar vissu því, að tíminn var naumur. Thol ræddi við Bupu og sannfærði hana um að leiða hópinn að pottunum, en fara leið sem drekamennirnir vissi ekki. Bupu lét til leiðast, sérstaklega eftir að Lorieth hafði lofað að kenna henni fleiri galdra. Leiddi Bupu hetjurnar um ranghala og öngstræti, allt þar til þau komu að pottunum. Þar voru þrír drekamenn til varna og er hetjurnar hlupu fram kom á þá fát. Áður en þeir náðu að vara við félaga sína hafði hetjunum tekist að rota verðinga og yfirbuga. Hetjurnar stukku í annan pottinn og fengu Bupu til að berja á gong, sem notaður var til að láta þá sem stjórnuðu græjunni uppi vita. Bupu vissi hins vegar ekki hvenær hún átti að hætta að berja í gonginn, þannig hún sló og sló. Potturinn færðist hægt upp á við. Drekamenn, sem voru neðar í strætinu, litu undrandi upp þegar fyrsta gonghljóðið bergmálaði um salinn og hlupu við fót inn á torgið þar sem pottarnir voru. Þeir sáu hvers kyns var og tóku á sprett. Bupu lét sig hverfa en hetjurnar voru þá komnar of langt upp til að drekamennirnir næðu þeim.

Þær voru þó ekki komnar úr allri hættu, því að ofan kom pottur og í honum voru þrír drekamenn. Tveir þeirra reyndu að komast á milli pottanna en hetjunum tókst að koma í veg fyrir að þeim tækist það. Sá þriðji sá sæng sína útbreidda og hélt stöðu sinni rólegur, en hetjurnar ákváðu að enginn þeirra skildi vera til frásagnar og drápu hann líka. Þegar upp var komið biðu þar fjölmargir gully dvergar, tveir drekamenn og einn Ogre. Hetjurnar stukku upp úr pottinum og réðust strax að drekamönnunum. Annar þeirra var tekinn úr leik hratt og örugglega en hinum tókst að flýja í gegnum gatið sem pottarnir komu.

Hetjurnar stöldruðu við eitt augnablik og reyndu að sannfæra Ogre'inn um að eyðileggja tannhjólið sem togaði upp keðjuna, en svo virtist sem hann væri einfaldlega of heimskur. Þegar þeim var ljóst að það myndi líklega ekki takast hlupu þær áfram í gegnum katakombur Mishakalhofsins og aftur upp í salinn þar sem styttan stóð. Hún var þar enn en hélt nú um blákrystalstafinn. Við stall styttunnar lágu Adran og Dalía sofandi. Dalía var með hálsmen með merki Mishakal um hálsinn. Diskarnir voru á milli þeirra. Þrátt fyrir að þetta væru miklir fagnaðarfundir þá gafst þeim lítill tími til að tala saman. Hetjurnar flúðu út úr hofinu og aftur inn í Fúlafen, þar sem ákveðið var að fylgja fótsporum fanga her drekamannanna og leiddu í suður.

Nótt var skollin á og þurftu hetjurnar mjög á því að halda að hvíla sig. Vestri fann rjóður og notaði hæfileika sína til að fela það. Dalía og Adran sögðu frá hvernig þau höfðu bjargast en Pieter sat og rannsakaði diskana, sem hann gerði alla nóttina. Dögunin var köld, norðanvindur og haustið smátt og smátt að herða tök sín. Hópurinn þurfti að þræða í gegnum Hættuskóg til að fylgja slóðinni. Ferðin sóttist hægt í fyrstu en fyrir snilld Vestra misstu hetjurnar aldrei sjónar af slóðinni. Um kvöldið komu þær loksins út úr skóginum og sáu að sveitabýlin sem höfðu staðið við rætur Austurfjalla höfðu öll verið í eyði lögð. Ákveðið var að halda áfram, þrátt fyrir að allir væru orðnir þreyttir. Þegar hetjurnar komu vestur fyrir Austurfjöll sáu þær eld og reyka stíga handan Útvarðafjalla, þaðan sem þorpið Solace stóð.

Hetjurnar fundu hvernig hjartað seig og upphófst nú mikið rifrildi um hvert skildi haldið. Thol vildi ólmur fara til Solace og reyna bjarga vinum sínum. Lorieth fannst það óskynsamleg hugmynd. Adran stakk upp á því að farið væri til Qualinesti og hjálpar leitað þar. Dalía vildi aðvara fjölskyldu sína í Haven. Brash stakk upp á að farið væri upp með Hvítá. Vestri var ekki viss en bauð fram krafta sína svo hægt væri að aðvara ættvini, en hann gat fengið smádýr til að flytja skilaboð til þeirra. Að lokum var ákveðið að senda skilaboð til Haven en halda sem leið lá til Nýhafnar í von um að þorpið væri ekki á valdi drekamanna og reyna komast þaðan til Qualinesti. Hetjurnar flýttu sér suður á bóginn.

Þegar líða tók nær hádegi sá Dalía hvar það sem í fyrstu virtist vera stór ránfugl í fjarska. Hún staldraði við og bar hönd fyrir augu og sá þá að um dreka með knapa var að ræða. Hún varaði vini sína við sem reyndu að finna hver um sig stað til að fela sig. Allt kom fyrir ekki og lenti drekinn skammt frá þeim. Annar drekamannaknapanna krafðist þess að hetjurnar gæfust upp og létu vopn niður falla, í nafni háherrans Verminaard, sem réðu þessum löndum. Eftir nokkurt þref gáfust drekamennirnir upp og réðust kokhraustir á hetjurnar. Drekinn lét ekki sitt eftir liggja. Hetjurnar börðust af hugrekki og dáð gegn óvinunum. Ekki leið á löngu þar til þeim hafði tekist að yfirbuga drekamennina tvo og sært drekann illilega. Hann reyndi að komast undan á flugi en Lorieth kallaði fram tálsýnir fyrir framan hann, svo drekinn féll með þungum dynki niður. Brash og Adran nýttu tækifærið og gengu frá drekanum.

Hetjurnar litu örmagna hver á aðra.

,,Nú höfum við fengið svar við þeirri spurningu," sagði Dalía.

,,Hvaða spurningu," spurði Pieter.

,,Hvort Nýhöfn sé á valdi óvinanna." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband