Þá er komið að næstu sögu, Undrin við Lönguströnd. Þessi er líkt og Þoka skrifuð sem hrollvekja og gengur jafnvel enn lengra í átt að Wierd fiction stílnum, en áðurnefnd saga.
Einnig langar mig til að monta mig af því, að nú stefnir allt í að saga eftir undirritaðan komi út með vorinu, en sú heitir Dántúr. Það er reyndar ekki hreinræktuð hrollvekja, þó svo hún innihaldi margra þætti þeirrar bókmenntategundar.
Njótið vel!
Undrin við Lönguströnd
Af virðingu við þá sem létust og þátttakendur í atburðarás þeirri er á síðum bókar þessarar má finna, hefur nöfnum og staðháttum verið breytt.
- Útgefandi
Kæri útgefandi,
fyrir nokkrum mánuðum síðan féll móðir mín, Sigríður Karlsdóttir, frá. Það er nú vart í frásagnir færandi, nema fyrir þær litlu sakir að þar með fékk ég loksins frið fyrir tuðinu í henni. Nokkrum dögum eftir jarðarförina varð ég að taka til í íbúðinni hennar, því ég ætlaði mér að selja hana. Hún bjó enn í sömu blokk og þau pabbi keyptu í fyrir um 40 árum eða svo. Ég man ekki nákvæmlega hvenær þau eignuðust íbúðina, enda skiptir það engu máli.
Ég fann hins vegar nokkuð í geymslu þeirra sem er mikilvægt og þú getur fundið það allt í þessum kassa sem ég sendi þér. Í honum ættu að vera bréf föður míns, Jóns Einarssonar, til móður minnar, ásamt 5 litlum, bláum stílabókum sem eru dagbækur Hermanns Karlssonar, kennara á Lönguströnd. Ég vona, að allt sé til staðar þegar þér berst pakkinn.
Ég veit ekki hvort þú sért nógu gamall til að muna eftir eldsvoða sem varð fyrir um fjórum áratugum í Lönguströnd. Foreldrar mínir voru nýbyrjaðir að búa saman, ég var rétt kominn í heiminn og pabbi starfaði þá í rannsóknarlögreglu ríkisins. Eldsvoði þessi var í skólahúsi þorpsins og fórust allir nemendur skólans í honum ásamt kennurum sínum. Það var fjallað töluvert um þennan skelfilega atburð í fjölmiðlum á sínum tíma. Pabbi var sendur á staðinn til að rannsaka tildrög óhappsins. Í dag muna ekki margir eftir þessum atburðum.
Ég man að mamma talaði oft um að pabbi hefði aldrei jafnað sig almennilega á þessari rannsókn. Hún sagði, að hann hefði oftar en ekki vaknað með martraðir og sumar nætur hefði hann vart getað sofið. Hann vildi samt aldrei tala um störf sín eða reynslu sína í þorpinu. Stundum kom yfir hann svipur, sem mér fannst lýsa mikilli sorg en samt var hann alltaf hress, eða þannig minnist ég hans. Hann lést fyrir um 10 árum, reykti eins og strompur alla tíð og það kom því fáum á óvart þegar hann greindist með krabbamein. Það fór bara eins og það fór.
Ég ætlaði nú ekkert að vera eyða pappír í að tala um foreldra mína, en hvað um það. Ástæða þess ég sendi þér þetta allt saman er einföld. Ég vil að þú gefir þetta út. Hér er að finna ótrúlega sögu, frásögn sem flestum mun eflaust þykja allt að því súrrealísk og framandi. Það er eðlilegt, er ég las dagbækurnar fyrst þá fannst mér það einnig. Hins vegar mun hver sá, sem leggst í svipaða vinnu og ég hef gert á undanförnum mánuðum komast að raun um, að í þeim býr annar og meiri sannleikur en flest okkar munum nokkurn tíma kynnast. Við, mannfólkið, erum nefnilega blind en gerum okkur ekki grein fyrir því. Flestir blása á allar sögur af miðlum og þeim sem eru gæddir skyggnigáfu en hvað ef allir hefðu slíka hæfileika? Ég held, að það megi líkja okkur við villuráfandi sauði í myrkum helli, annars slagið lenda örfáir í ljóskeilu sem gefur okkur augnabliks innsýn í heiminn eins og hann er í raun og veru. Hver veit nema einhver taki upp þráðinn þar sem ég skyldi við hann og rannsaki þetta mál frekar?
Mér er það hins vegar ómögulegt vegna þess ég hef bara ekki lengur heilsu til slíkra verka. Ég fór til Löngustrandar og kynntist þorpinu af eigin raun. Ég get ekki sagt það hafi verið góð lífsreynsla. Það er eitthvað að fólkinu þar, eitthvað stórkostlegt en jafnframt hræðilegt. Ekki bara útlitslega séð, því þau eru stórfurðuleg mörg hver, augun útstæð og einhver sérkennilegur húðsjúkdómur virðist hrjá þau mörg. Líka hvernig þau haga sér, þau ganga flest álút og dragast einhvern veginn áfram sem knúin af annarlegum kröftum. Ég veit ekki hvernig ég get komið orðum að því, án þess þú dragir sömu ályktun og geðlæknarnir hér, að ég þjáist af ranghugmyndum og ofsjónum. Það er hins vegar ekki rétt hjá þeim, ég veit bara betur en þetta lið.
Lestu bækurnar með opnum huga. Ekki líta á þær sem eitthvað kjaftæði eða þvælu, það sem þær geyma grunar mig sterklega sé það sem gerðist í raun og veru. Reynsla mín hefur kennt mér, að ég hafi ekki ástæðu til að efast um það sem kom fyrir Hermann.
Björn Jónsson
Flokkur: Bækur | Fimmtudagur, 11. september 2008 (breytt kl. 08:15) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til Lukku með bókina
Ómar Ingi, 11.9.2008 kl. 13:09
Takk :)
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 11.9.2008 kl. 13:34
Til hamingju með bókina, ég held áfram að vera hér og lesa og hafa gaman af.
Ragnheiður , 11.9.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.