Kl. 05:10
Fjalar stóð við símaborðið heima hjá sér og hélt tólinu upp að hægra eyranu. Hann hafði ekki náð að festa svefn að neinu ráði, í þann stutta tíma sem hann hafði dottað í stofusófanum dreymdi hann svo furðulegan draum að hann var dauðfeginn þegar hann vaknaði við símhringinguna. En aldrei þessu vant var hann ekki með höfuðverk.
-...virðist hafa farið um borð í skipið og fundið hjartað þar.
-Hver var á vakt við skipið?
-Hannes.
-Ég skil. Og konan komst óséð framhjá honum?
-Já, mig grunar nú að hann hafi dottað.
-Er þessi kona niðri á stöð?
-Já.
-Og hefur hún sagt til nafns?
-Nei, ekki enn. Hún er alveg stjörf. En einhverjir hérna könnuðust við hana.
-Nú?
-Hún heitir Guðbjörg Anna Ingimundardóttir, blaðamaður á ...
-Morgunblaðinu, botnaði Fjalar hugsi. Hvað í fjáranum hefur hún verið að gera þarna?
-Heyrðu, ég er á leiðinni, bætti hann síðan við.
Síðan lagði hann á og klæddi sig í úlpu. Fjalar horfði á eiginkonu sína, þar sem hún sat við eldhúsborðið og snæddi morgunverð. Hann kyssti hana létt á kinnina og kvaddi. Um leið og hann startaði bílnum vonaði hann að ekki væri fleira að frétta af þessu máli með skipið. Á meðan ekki finnast fleiri myrtir ...
Hann ók sem leið lá niður á Hverfisgötu. Ekki voru nema um fimmtán mínútur liðnar frá því Fjalar sleit símtalinu þar til hann var kominn niður á stöð. Hann lagði fyrir aftan húsið og fór inn bakdyramegin. Hann gekk inn að yfirheyrsluherbergjunum. Það tók hann örskamma stund að komast að því í hvaða herbergi Guðbjörg var. Hann bankaði létt á hurðina áður en hann opnaði dyrnar. Hún sat við lítið borð og starði út um mjóan glugga. Fyrir framan hana var ungur lögreglumaður, sá hinn sami og hafði hringt í Fjalar. Á borðinu lá upptökutæki og lítill hljóðnemi. Fjalar heilsaði manninum og benti honum á að stíga aðeins með sér fram fyrir.
-Hvernig er hún, spurði Fjalar þegar þeir voru komnir fram á gang.
-Alveg stjörf. Ekki sagt stakt orð.
-Ertu búinn að láta hringja upp á Borgarspítala?
-Já, þeir lofuðu að senda geðlækni með sjúkrabílnum. Hún hefur fengið svakalegt áfall þarna.
-Ég get rétt ímyndað mér það.
-Hvað ...
-Ekki einu sinni spyrja, ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég vissi það væri ég fyrir löngu búinn að gera eitthvað í málinu.
Lögreglumaðurinn kinkaði kolli.
-Gerðu mér greiða, náðu fyrir mig í vatnsglas. Eða kannski kaffi. Ég ætla að setjast þarna inn hjá henni og athuga hvort að ég nái einhverju upp úr henni.
Fjalar sló létt á öxl lögreglumannsins og brosti til hans. Hann sá að manninum var órótt yfir þessu og hann vissi sem var að ef einhver þurfti að halda ró sinni og yfirvegun þá var það hann sjálfur, hann þurfti að vera undirmönnum sínum til fyrirmyndar. Fjalar horfði á eftir honum. Rétt áður en hann hvarf inn um dyrnar við enda gangarins kallaði Fjalar:
-Hvar er Hannes?
-Ég sendi hann heim. Hann var alveg miður sín, greyið karlinn, tók þetta mjög nærri sér. Ég spjallaði við hann, en hann hefur eflaust verið steinsofandi á vaktinni, þó svo hann hafi ekki viljað viðurkenna það.
-Allt í lagi, svaraði Fjalar og sneri sér við. Hann opnaði inn til Guðbjargar. Hann fékk sér sæti við borðið. Hann starði um stund á Guðbjörgu. Hún virtist ekki vita af honum, heldur starði enn út um gluggann og í augum hennar var ákveðið tómlæti, engin bjarmi, aðeins myrkur. Hvað ætli hafi gerst um borð í skipinu? Skyndilega sneri hún sér að Fjalari með undarlegt blik í augum, næstum geðveikislegt, og sagði:
-Hann vildi að ég fengi það, hann gaf mér það.
-Hver? Gaf þér hvað?
-Andinn í skipinu gaf mér hjartað. Hann sagði mér að hann vildi ekki eiga það.
-Er andi í skipinu?
Guðbjörg leit á Fjalar og eitthvað við svip hennar skaut honum skelk í bringu.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna ertu þá
Ómar Ingi, 5.8.2008 kl. 18:30
Kominn aftur, vertu velkominn
Heiður Helgadóttir, 7.8.2008 kl. 05:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.