Kl. 23:40
Grímur hrökk við. Hann hafði sofnað. Hann lá í stofusófanum. Fyrir utan var orðið almyrkt. Aðeins tírur götuvitana lýstu upp auða götuna. Hann stóð á fætur og gekk að glugganum. Grímur tók þá eftir að hann var opinn og svo virtist sem að mistur leitaði inn um hann. Eins og hvít slæða lak það niður á gólf. Hann teygði sig í gluggann og lokaði honum. Þá var eins og því skyti niður í höfuð hans. Hann hafði verið að dreyma og hve skelfilegur hafði sá draumur verið. En hann vissi nú hvað Ámundi hafði reynt að skrifa á vegginn. Grímur vissi hvað það var og hvað það þýddi.
Hann náði í blað og penna. Grímur settist aftur niður í sófann. Á blaðið skrifaði hann: Tep Tú Fha. Skyndilega stoppaði hann og leit upp. Það var ekki allt eins og það átti að vera. Hann leit í kringum sig. Allt var á sínum stað. Ekkert var breytt. Samt var eitthvað, - eitthvað sem augað greindi ekki en fékk þó viðvörunarbjöllurnar í hausnum til að hringja. Hann stóð aftur á fætur og gekk einn hring um neðri hæð hússins. Grímur aðgætti hvort allar dyr væri ekki alveg örugglega læstar. Hann endaði inni í eldhúsi og lét vatn renna í glas. Hann gekk aftur inn í stofu og settist í sófann. Glasið lét hann á stofuborðið fyrir framan sig.
Um leið og hann tók upp pennann á nýjan leik tók hann eftir nokkru undarlegu. Fyrir utan gluggann var þokan orðin ákaflega þykk. Hvergi sáust ljósastaurarnir í götunni, trén í garðinum eða grindverkið. Ekki var hægt að sjá mikið lengra en hálfan metra út um gluggann. Grímur reis hægt á fætur. Hvað var eiginlega að gerast? Hvaða álögum var þessi þoka bundin? Þetta er ekki eðlilegt, hugsaði Grímur með sér. Hann fikraði sig nær glugganum.
Þegar hann var kominn upp að rúðunni fannst Grími sem þokan tæki að þynnast. Hann var samt ekki viss og hallaði sér fram til að sjá betur. Þokan leystist smám saman upp. Fyrir utan gluggann sá Grímur bratta hlíð og í henni óendanlegur fjöldi hjarta. Hann hrökklaðist aftur. Í rúðunni fyrir ofan hann birtust á óskiljanlegan hátt undarlegar rúnir.
-Er mig enn að dreyma, spurði hann sjálfan sig. Hann sneri sér frá glugganum. Þá tók hann eftir því að hann var ekki einn.
Örfáum augnablikum síðar lenti lítill, rauður dropi í vatnsglasinu og dansaði um stund í glærum vökvanum, eins og vasaútgáfa af norðurljósunum, áður en hann sameinaðist vatninu og litaði það fölbleikt.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nefnilega það , ertu að skrifa þetta constantly eða er þetta löngu skrifuð bók , handrit ?
Ómar Ingi, 30.6.2008 kl. 23:16
Þetta var skrifað fyrir allnokkru síðan. 2 árum held ég. Hins vegar er hugmyndin að taka þetta handrit aftur fram í haust og endurskrifa það.
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson, 1.7.2008 kl. 09:21
Gott hjá þér, eins og allt sem að ég hef lesið
Heiður Helgadóttir, 1.7.2008 kl. 20:13
Góður
Keep up the good work
Ómar Ingi, 1.7.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.