,,...One Ring to rule them all, One Ring to find them,
One Ring to bring them all and in the darkness bind them.."
Manni er eiginlega hætt að blöskra við að horfa á og lesa fréttir nú til dags. Sorinn og vitleysan sem fljóta upp á yfirborðið á hverjum degi eru orðin svo yfirgengileg, að það nær ekki nokkurri átt. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í hrollvekju og bíð einhvern veginn eftir því að öll þessi vitneskja renni saman í eina risastóra heildarmynd, sem muni að lokum gera alla þá sem sjá hana geðveika.
Undanfarna daga hefur verið fjallað um málefni starfsfólks gamla Baugs, sem fékk víst samanlagt einn milljarð að láni, til kaupa á bréfum í félaginu sjálfu. Samkvæmt því sem starfsfólkið segir, þá voru víst einu veðin fyrir lánunum bréfin sjálf (saga sem við höfum heyrt býsna oft í eftirmálum hrunsins) og má reikna með að þetta hafi allt saman verið kúlúlán til 40 ára eða jafnvel lengur. Skiptastjóri er þessu eitthvað ósammála og telur að starfsfólkið eigi að endurgreiða lánin, og sér þetta blessaða fólk nú fram á gjaldþrot vegna þessa.
Það sem furðar mig í þessu öllu saman er þetta: Fékk starfsfólkið bréfin því á lánum, sem engin veð voru í önnur en bréfin sjálf, lán sem þau sáu eflaust aldrei fram á að endurgreiða en hirtu af allan arð? Í mínum huga heitir þetta bara að fá eitthvað gefins og eftir því sem ég kemst næst, þarf að greiða skatt af þess háttar gjöfum. Veit ekki hvort þetta fólk gerði það.
Ég skil ekki, ef starfsfólkið hefur fengið arð greiddan af bréfunum (sem án efa hefur ekki verið lítil upphæð, enda hef ég á tilfinningunni að Jón Ásgeir hafi ekki sætt sig við lágmarksarðgreiðslur hverju sinni) af hverju það nýtti ekki arfinn til að gera upp lánin eða greiða inn á þau? Ef raunin er sú, að þetta starfsfólk hefur tekið arðinn og stungið honum í vasann, sem ég leyfi mér í fordómum mínum að gera ráð fyrir, af hverju ætti hið sama fólk ekki að bera neina ábyrgð á umræddum lánum? Það skrifaði upp á lánin, hirti ágóðann en ætlar síðan ekki að bera ábyrgð á þeim og kvartar undan því að hugsanlega verði það gjaldþrota ef gengið er eftir því fé sem lánað var.
Snúum þessu upp á venjulegan skuldara, t.d bara sjálfan mig. Ég tók húsnæðislán í banka árið 2006 með veði í fasteign. Gefum okkur að bankinn hafi farið á hausinn (sem hann reyndar gerði), sama ár hefði fasteignin brunnið og væri ónýt. Hefði skiptastjóri innkallað þetta lán mitt í framhaldi af gjaldþrotinu. Hefði honum nægt að heyra, að hann mætti eiga fasteignina, sem væri lítið til einskis virði? Nei, ég hugsa að ég hefði verið eltur út fyrir gröf og dauða til að ná aftur þeim fjármunum sem bankinn hefði lánað mér.
Það er ekki sama hvort er, Jón, Séra Jón eða Jón Ásgeir. Er ekki löngu kominn tími til að við sitjum öll við sama borð? Lán sem eru tekin, með veðum eða án veða, hljóta að vera á ábyrgð þeirra sem þau taka. Viljum við ekki að hver einstaklingur, félag eða fyrirtæki, taki ábyrgð á sér og sýni ábyrgðarfulla hegðun? Ef þú tekur lán upp á mörg hundruð milljónir, sama hvað veð liggur að baki, þú hlýtur að gera þér grein fyrir því, að það þarf að greiðast aftur á endanum. Og ef þú getur ekki greitt það, þá er bara eitt sem bíður þín. Gjaldþrot.
Flokkur: Bækur | Miðvikudagur, 25. ágúst 2010 (breytt kl. 20:52) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.