Góður stjórnandi

116382_CN_GL

Spunaspil væru víst til lítils verð ef ekki væri fyrir stjórnendur. Þeir leggja það á sig að undirbúa og búa til ævintýri sem leikmenn í gervi hetja takast á við og leysa. Það er þó ekki öllum gefið að vera stjórnendur og víst fáir sem fæðast fullkomnir sem slíkir. Það eru þó nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar maður er að taka þá ábyrgð á herðar sér sem fylgir því að stjórna spunaspilum. Mestu máli skiptir þó, að tryggja að gaman sé að spila og muna að spunaspil eru ekki keppni á milli leikmanna og stjórnanda, heldur samvinna þeirra í að skaða skemmtilega kvöldstund. 

Þekktu hlutverkið

Það getur verið mismunandi á milli hópa hvaða kröfur eru gerðar til stjórnandans. Í sumum hópum sér stjórnandi um að halda utan um persónur, uppfæra þær auk þess að skrifa ævintýri, jafnvel heiminn þar ævintýrin gerast. Stjórnandi sér um að stýra öllum aukapersónum, færa söguna áfram og stýrir öllum óvinum. Hann sér einnig um að útvega öll kort, úthendur og allt það er þarf til að gera spilun eftirminnilega og trúverðuga. Það getur jafnvel komið í hlut stjórnanda að boða til spilana og útvega húsnæði.

Hver hópur fyrir sig hefur þó sitt lag á því hvernig þessir hlutir fara fram en sem stjórnandi þarftu að þekkja það hlutverk til hlítar.

Þekktu reglurnar

Hvort sem um er að ræða D&D, WoD, CoC eða Star Wars þá þarftu sem stjórnandi að hafa nokkuð greinargóða þekkingu á reglum kerfisins sem þú notast við. Þú þarft ekki að þekkja þær utanbókar og enn síður að geta vitnað orðrétt í þær. Hins vegar hjálpar að vita hvar viðkomandi reglur er að finna í reglubókunum.

Það er líka mikilvægt, þegar upp koma vafaatriði, að þú getur leyst úr þeim í sátt við leikmenn. Oftar en ekki gerist eitthvað sem virkar tvímælis eða reglurnar hafa ekki endilega fjallað um eða tekið á, og þá er gott að geta fundið lausn sem hentar öllum, bæði stjórnanda og leikmönnum, og er sanngjörn. Þó er gott að muna, þegar þú hefur skorið úr um eitthvað þá gildir það sem þú segir. Þú ert dómarinn og hefur lokaorðið.

Undirbúðu þig

jeff_easley_red_dragonc73

Þegar maður er að taka sín fyrstu skref sem stjórnandi er gríðarlega mikilvægt að undirbúa sig vel. Skrifaðu upp sögulínu, ákveddu hverjar aukapersónurnar eru, hvar fara hugsanlega bardagar fram, eru einhverjar þrautir sem hetjurnar þurfa að leysa og hvaða hæfileika hafa óvinirnir. Allt eru þetta atriði sem er gott að vera búinn að ákveða áður en spilun fer fram.

Kerfi eru misjafnvel vel til spuna fallin, þ.e.a.s. það er misauðvelt að spinna upp sögu á staðnum í miðri spilun, t.d. myndi ég ekki ráðleggja óreyndum stjórnanda að búa til eitt stykki D&D dýflissu í miðri spilun með öllum sínum gildrum, skrímslum, þrautum og mismunandi herbergjum. Stjórnandi sem er búinn að stjórna í mörg ár gæti gert það. Á móti kemur treysti ég óreyndum stjórnanda til að bregðast við ef spilarar fara ekki nákvæmlega þá leið sem hann átti von á í WoD spili. 

Með hjálp undirbúnings er hægt að auka líkurnar á því, að spilun verður eftirminnileg og skemmtileg. Mörgum stjórnendum finnst auk þess einn af skemmtilegustu hlutunum við að stjórna vera einmitt að plotta, undirbúa og útbúa hvers kyns þrautir og flækjur fyrir leikmenn að leysa úr.

Ef þú hefur lítinn tími til að undirbúa þig, þá skaltu íhuga að stjórna útgefnum ævintýrum. Af nógu er að taka í þeim geiranum. Einnig gæti verið ágætt, ef þú ert að stíga þín fyrstu skref sem stjórnandi, að stjórna 2-3 slíkum áður en þú spreytir þig á eigin sköpun.

Glósaðu

Punktaðu hjá þér hvað gerðist í hverri spilun, sérstaklega þegar um langt ævintýri er að ræða (Campaign). Það skiptir máli að muna hvernig persónur komu fram, hvað þær sögðu eða gerðu og hið sama gildir um aukapersónur. Það er mikilvægt að þær séu sjálfum sér samkvæmar, t.d. að dvergurinn sem rekur búðina sem hetjurnar versla í breytist ekki úr því að vera hundfúll og erfiður í samningum yfir í ofsaglaðan besta vin þeirra án nokkurrar ástæðu.

Vertu óhræddur við að gera mistök

dungeon-master-800X800

Allir stjórnendur gera mistök. Hvort sem það er vegna túlkunar á reglum, söguframvindu, eitthvað sem þú gleymir, þá lenda allir stjórnendur í því að gera mistök. Og það er í fínu lagi, sérstaklega ef þú ert tilbúinn að viðurkenna þau, hvort sem það er fyrir sjálfum þér eða leikmönnum. Þá er mikilvægt að vera ekki of stífur, heldur geta viðurkennt mistök sín og breytt eftir því. Og mundu að leikmenn gera líka mistök. Ef þú ert of harður og miskunnarlaus vegna þeirra mistaka er líklega að þeir komi fram með sama hætti við þig.

Leikmenn munu koma þér á óvart 

Það er ekki hægt að sjá allt fyrir og leikmenn eiga eftir að koma þér á óvart með útsjónarsemi, klókindum, reglunauðgunum, fávisku, fljótfærni og öllu því hinu sem getur einkennt spilara stundum.

Þegar þeim tekst að koma þér í opna skjöldu, þá er ekkert annað að gera en að brosa og bregðast við. Þeir ætlast til þess. Á móti kemur þú færð mun fleiri tækifæri en þeir til að koma þeim á óvart, en þegar leikmönnum tekst slíkt, þá er eina rétta leiðin sú að breyta því sem þú hafðir undirbúið örlítið út frá því sem þeir gerðu. Góður stjórnandi fer ekki í vörn eða baklás, heldur lætur spilið rúlla áfram.

Stundum kemur fyrir að leikmenn gera eitthvað sem kemur þér svo gjörsamlega á óvart, að þú veist hreinlega ekki hvernig þú átt að bregðast við. Þá er um að gera og viðurkenna það og taka sér smá tíma, styttri eða lengri pásu, á meðan þú ert að íhuga hvernig þú getur brugðist við. Mín reynsla er sú, að leikmenn taka vel í slíkt og eru jafnvel upp með sér.

Sjálfsöryggi er mikilvægt

Vertu óhræddur við að prófa nýja hluti. Prófaðu að breyta rödd þinni eftir því hvaða aukapersóna á í hlut. Notaðu önnur orð, ekki vera bara fastur í að lýsa umhverfi og viðbrögðum, heldur gerðu hverja persónu, hvern atburð eftirminnilegan og leyfðu leikmönnum að upplifa þá. Þá er mikilvægt að þú sem stjórnandi sért með sjálfsöryggi, þorir að gera mistök og sért tilbúinn að leyfa leikmönnum að hlæja að þér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband