Framtíð spunaspila

90033

Fyrir nokkru kom Meghan McLean frá Chaosium í heimsókn í Hugleikjafélagið og var þar m.a. að kynna Mythic Iceland, en Pedro Ziviani er höfundur þess heims og ætti hann að vera flestum spunaspilurum sem mætt hafa á mót undanfarin misseri af góðu kunnur. Af þessu tilefni spurði ég Meghan hvað Chaosium væri að gera til að taka þátt í þeirri byltingu sem hefur orðið á síðastliðnum árum með tilkomu netsins, öflugra snjallsíma og spjaldatölva. Hún svaraði því til að Chaosium gæfi einnig allt sitt efni út í pdf formi og væri auk þess sem sum ævintýri, sérstaklega þau styttri, aðeins gefin þannig út.

Ég hef velt þessu svolítið fyrir mér undanfarið. Sjálfur hef ég verið svolítið skeptískur á þau áhrif sem netið og netvæðingin kann að hafa á hið klassíska spunaspil, þ.e. blað og blýant. Ég safna spunaspilabókum og er með ágætis safn bæði uppi í hillu sem og í kössum í geymslunni minni. Mér þykir vænt um að geta flett upp í þeim, lesið mér til um allar þær upplýsingar sem þær hafa að geyma og ég er jafnvel enn þann dag í dag að notfæra mér upplýsingar úr eldgömlum bókum, t.d. úr AD&D bókum fyrir Forgotten Realms heiminn.

WoTC hefur tekið netvæðinguna höndum tveim og bjóða bæði spilurum og stjórnendum upp á mjög góð tæki. Ég hef svolítið haldið aftur af mér með að byrja nota þessi tæki en ákvað að slá til um helgina og ég verð að viðurkenna, þrátt fyrir nokkra hnökkra á forritun, er alveg hrikalega þægilegt að nota öll þessu tól sem fylgja D&D insider. Bæði flýtir þetta fyrir en einnig hefur maður aðgengi að upplýsingum sem eru í bókum sem maður á ekki. Þarna finnst mér WoTC hafa virkilega náð forskoti og lesið markað sinn vel. Ég viðurkenni fúslega að ég á margar bækur í rafrænu formi sem ég hef ALLS EKKI hlaðið niður af netinu en að nota þær getur verið svolítið leiðingjarnt, sérstaklega þegar fletta þarf fram og aftur í mismunandi bókum í leit að hinum ólíku reglum.

White-Wolf, í eigi CCP, hefur tekið þann pól í hæðina að búa hreinlega til tölvuleik og mér skilst að hans sé að vænta í kringum 2015, en sú tala gæti hæglega verið kolröng. Mér líst síður á þá leið, því einn helsti munur á tölvuleikjum og spunaspilum er sá, að samskipti innan tölvuleiks eru alltaf í gegnum miðilinn og þar af leiðir brengluð. Auk þess myndar leikurinn ramma sem engin leið er að brjótast í gegnum, á meðan spunaspilin eru óendaleg.  

Ég vona að fleiri útgáfur sjái sér hag í því að nálgast notendur á sama hátt og WoTC hefur gert. Best væri ef slík þjónusta væri notendum að kostnaðarlausu, en ég skil vel að það þurfi að rukka fyrir þetta enda liggur mikil vinna að baki, bæði að baki tólinu sem og upplýsingunum sem það geymir. Eftir því sem snjallsímum fjölgar og spjaldtölvur verða aðgengilegri munu án nokkurs vafa sífellt fleiri spunaspilarar kalla eftir því að hafa upplýsingarnar sem þeir þurfa á því formi sem þessi tæki skilja. Ég efast samt ekkert um að gamlir hundar eins og ég, eigi áfram eftir að mæta með bækur og persónublöð, jafnvel útkrotuð og með gosblettum, en smátt og smátt verður það bara minnihluti. Mér þætti þó verra að sjá það með öllu hverfa.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband