Ævintýrin við Mistmoor, 8. kafli

Hópurinn: Barthou (dragonborn fighter), Coral (dwarf warden), Durulia (tiefling rogue), Eloiu (elf ranger), Harad Havsum (halfing bard), Olaf Arneson (Human hybrid psion/warlord)

Level: 6 

Hetjurnar sneru aftur til Mistmoor sigri hrósandi eftir góða för í mýrina. Eftir að hafa hvílt lúin bein og borðað góða máltíð var sest á rökstóla með Anúin. Rætt var vel og lengi um hver næstu skref skyldu vera, hvort ætti að setja kórónuna saman. Að lokum var ákveðið að gera svo. Anúin tók sig til og kastaði galdri sem sameinaði hlutana tvo.

Um leið og þeir runnu saman drundi yfir þorpið jarðskjálfti. Þeir árvökulu í hópi hetjanna heyrði líka dimmt og hræðilegt öskur. Harad fann að kórónan lak út einhvers konar illum kröftum og deildi þeim upplýsingum með hópnum. Ákveðið var að tala við Bareir, hinn unga prest þorpsins, og kanna hvort hann gæti með einhverjum ráðum komið í veg fyrir að kórónan læki þessari galdraorku. Er þær hlupu á milli húsa í þorpinu urðu hetjurnar varar að eitthvað flaug yfir þeim, eitthvað stórt með leðurblökuvængi.

Eftir að hafa rætt við Bareir þá ákváðu hetjurnar að fara og kanna hvort Neuraxis hefði vaknað við að kórónan væri sett saman. Var hart riðið að Laughing Hills og sáu hetjurnar þar að svo var. Nokkrir hobgoblins voru í óða önn að reyna vekja hann og styrkja enn frekar, voru þeir allir merktir sama merki og hobgoblinarnir sem hetjurnar höfðu tekist á við í upphafi ævintýranna. Neuraxis var orðinn steingerður en var þó vaknaður aftur til lífsins og tók ekki vel í aðkomu hetjanna. Upphófst því mikill bardagi. Í fyrstu gekk heldur brösuglega, Barthou var einkar klaufalegur og strax í fyrstu árás missti hann vopnið úr höndum sér. Eftir drykklanga stund tókst loks hetjunum að vinna bug á Neuraxis og hobgoblinunum.

Þegar hetjurnar sneru aftur til Mistmoor sáu þær að eitthvað undarlegt var á seyði í kirkjunni. Þær höfðu skilið kórónuna eftir þar í höndum Bareir. Þær hlupu inn í kirkjuna og sáu þá að Anúin þar í óða önn að opna hlið inn í annan heim. Hann stóð upp við altari kirkjunnar ásamt fölleitri konu með tvö blá húðflúr og var í djúpri einbeitingu við að kasta galdrinum. Fyrir framan altarið voru 9 svartklæddar verur og stóðu þær utan um galdrahring en í honum miðjum lá Bareir. Kórónan var á altarinu miðju. Er svartklæddu verurnar sáu hetjurnar réðust þær gegn þeim. Ein veranna var Mind flayer en hinar voru meðlimir sértrúarsafnaðar þess sama og hobgoblinarnir höfðu tilheyrt.

Enn hófst mikill bardagi með þeim. Coral og Olaf stukku inn í miðja þvögu svartklæddu veranna ásamt Harad og Barthou. Elious og Durulia hlupu þvert yfir kirkjuna og fram að altarinu. Er Durulia kom nærri galdrahringnum fann hún hvernig það var sem einhver álög leggðust yfir hana, því það var sem fætur hennar hefðu skotið rótum. Elious sá hvað var og forðaðist að koma nærri hringnum. Hann hljóp þangað sem hann hafði gott skotfæri á fölleitu konuna og skaut að henni. Er þau Anúin luku við að opna hliðið sneru þau sér að hópnum. Konan blindaði Elious á meðan Anúin setti kórónuna á höfuð sér.

Á meðan því stóð voru Coral og hinir búnir að fella allar svartklæddu verurnar nema mind flayerinn. Harad og Coral stukku til og börðust hatramlega við hann. Barthou og Olaf ákváðu að slást í hóp með þeim Elious og Duruliu, sem hafði tekist að vinna bug á álögunum og stokkið upp á altarið, þar sem hún greip í kórónuna á höfði Anúin. Hann sagði reiður á svip: ,,Ég hef ekki beðið í 340 ár til að láta ykkur eyðileggja það fyrir mér núna!" Síðan sló hann til Duruliu en hitti ekki. Olaf kom þá aðvífandi og hjó til Anúin. Um leið var sem eldhnöttur springi í gamla vitkanum sem skaðaði þó aðeins Olaf sjálfan. Durulia hélt áfram að reyna losa kórónuna af höfðu Anúin en allt kom fyrir ekki. Föla konan hljóp í gegnum opið hliðið en hinum megin við það var einhvers konar borg. Anúin fylgdi henni eftir, Durulia stökk á bak hans og ríghélt í kórónuna til að koma í veg fyrir að Anúin kæmist á brott með hana. Mind flayerinn sá sæng sína útbreidda og tók á sig stökk til að komast í gegnum hliðið áður en það lokaðist.

Barthou hafði á meðan þessu stóð hætt sér of nærri galdrahringnum á gólfinu. Hann var í fyrstu sem rótfastur en síðan dró hringurinn hann nær uns hann hvarf inn í hann að Bareir. Einhvers konar djöfulleg álög lögðust yfir bardagamanninn og hann hljóp aftur út úr hringnum brjálaður og réðist á Elious. Hann hjó til hans og felldi í einu höggi.

Anúin stökk í gegnum hliðið með Duruliu á bakinu. Mind flayerinn fylgdi í kjölfarið. Olaf ákvað að elta ekki. Durulia gerði loka tilraun til að ná kórónunni af höfði Anúin en allt kom fyrir ekki. Hún nýtti því tækifærið áður en hliðið lokaðist til að stökkva aftur í gegn til félaga sinna. Þar fundu hetjurnar út að til að aflétta álögunum sem voru á Barthou þurftu þau að drepa Bareir, sem þau gerðu.

Kórónan slapp í burtu frá þeim, sem og Anúin sem hafði svikið þau og notað sjálfum sér til framdráttar. Hetjurnar voru því svekktar og fúlar, en staðráðnar í að finna leið til að komast til þessarar borgar sem Anúin og félagar flúðu til og finna kórónuna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband