Leita í fréttum mbl.is

Youtube

youtube_logo

Youtube er önnur stærsta leitarvélin á netinu og auk þess gríðarlega stór samfélagsvefur. Þar geta notendur skipst á lögum, skoðunum og í raun hverju sem er, svo lengi sem það er í formi myndbands. Þó svo að Youtube fari yfirleitt ekki hátt á Íslandi sem vefur til að koma skoðunum sínum á framfæri, er þó mjög mikilvægt að fyrirtæki og vörumerki séu virk á vefnum og dugleg við að setja inn efni þar. Bæði er mjög auðvelt að tengja myndbönd af Youtube inn á aðra samfélagsmiðla og eins er það gott upp á hlekkjauppbyggingu (e. link building). Það eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar verið er að nota Youtube fyrir vörumerki eða fyrirtæki. 

Tryggðu þér góða slóð

Það er mikill munur á því að geta vísað á slóðina youtube.com/pepsi og slóðina youtube.com/user/129474895. Tryggðu þér því góða slóð og mundu að notandanafn þitt stýrir því hver slóðin verður. Veldu því gott og lýsandi notandanafn.

Búðu þér til sérrás

Með því að búa til sérrás getur þú hlaðið inn mörgum myndböndum sem öll birtast undir þínu notandanafni og þinni slóð. Settu lógóið þitt inn sem mynd í prófíl þinn.

Gerðu rásina að þinni

Veldu þá liti sem eru í vörumerkinu og skiptu um bakgrunnsmynd. Hafðu bakgrunnsmyndina 1280x1024 og gættu þess að skilja eftir miðjusvæðið autt, þar sem þar er videospilarinn. Reyndu að nota frekar kantana en miðjuna. Ef þú ert með frekar litla mynd er hægt haka við Repeat Background.

Veldu rétt tags fyrir myndböndin

Youtube er leitarvél, eins og áður segir. Ekki gleyma að setja rétt tags á myndböndin þín, þannig að þau raðist ofarlega í viðkomandi leitum.

Vertu virkur

Gerstu vinur annarra notenda á Youtube. Svaraðu athugasemdum þeirra. Fylgstu með hversu margar birtingar myndböndin þín fá og bregstu við. Hagaðu þér eins og um hvern annan samfélagsmiðil sé að ræða.

Tengdu saman Facebook og Youtube

Facebook er lang sterkasti samfélagsmiðilinn hérlendis. Ekki hika við að tengja saman Youtube aðganginn þinn og Facebook síðuna þína. Birtu öll myndbönd sem þú setur á Youtube á Facebook síðunni þinni. Einnig er hægt að nota ýmis application sem tengja saman rásina og síðuna þína.

---

Í raun mætti segja að netið er að breyta því hvernig fyrirtæki og vörumerki nálgast sjónvarpsauglýsingagerð. Í dag eru stærstu fyrirtækin farin að hugsa fyrst um netið sem vettvang, enda er hægt að hafa auglýsingar mun lengri og ítarlegri þar en nokkurn tíma í sjónvarpi. Nærtækt dæmi væri auglýsing Pepsi fyrir síðustu heimsmeistarakeppni í fótbolta (sjá hér), auglýsing sem er 2:30 að lengd en auk hennar voru birt myndskeið frá því er auglýsingin var gerð. Það sem var síðan birt í sjónvarpi var nær undantekningalítið myndskeið sem klippt voru úr auglýsingunni sem birt hafði verið á netinu. Sífellt fleiri fyrirtæki eru farin að feta þessa slóð.

Önnur vinsæl dæmi eru auglýsingar Old Spice og Tippex. Hvor um sig var gagnvirk og gátu notendur á Youtube haft áhrif á hvernig auglýsingin endaði eða komið einhverju á framfæri. Eins má ekki gleyma því að Youtube er frábær leið til að koma nýjungum, breytingum eða hverju sem er á framfæri, eins og sagan af Orabrush kennir okkur.  

Myndbönd og Youtube gefa markaðsfólki tækifæri á að koma mun ítarlegri upplýsingum á framfæri við neytendur, ekki er lengur nauðsynlegt að draga saman allt sem þarf að koma fram í eina til tvær setningar, heldur er hægt að segja sögu. Og er það ekki markmið allra vörumerkja? Að geta sagt góða sögu, eins og strákarnir á Vert fjölluðu um á bloggi sínu fyrir skemmstu. 

Með því að virkja Youtube færðu tækifæri til þess.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband