Leita í fréttum mbl.is

Að selja

internet-marketing1

Ég hef verið að fylgjast með þessari nýju bylgju leikja sem nú tröllríða öllu á Facebook (Nói&Síríus, Ballerína, Þjóðhátíð, Kjörís osfrv.). Allir ganga þeir í raun út á það sama, þ.e. að búið er til einhvers konar app (oftast nær bara heimasíða sem er römmuð inn á Facebook), þátttakendur taka þátt og ákveðin virkni í appinu lætur vini viðkomandi vita. Þetta virðist virka ágætlega, því maður sér fjölda læka rjúka upp á viðkomandi síðum. 

Það sem ég óhjákvæmilega velti fyrir mér, er hvort þetta hafi áhrif á sölu eða hvort fólk læki síðuna í von um að græða eitthvað?

Gallinn við samfélagsmiðla er sá, að meta hversu miklu þeir skila (ROI). Persónulega finnst mér samfélagsmiðlar ekki ganga út á það að selja eða markaðssetja, ef því er að skipta. Mér finnst þetta snúast mun meira um að ná sambandi við neytendur, aðdáendur vörumerkja og þeirra sem hugsanlega geta orðið slíkir og viðhalda því sambandi. Það samband er ómetanlegt.

Sú spurning hlýtur því að vakna, hvort leikir sem þessir skili því sambandi. Leikirnir eru jú fyrst og fremst hugsaðir sem markaðstæki og nær undantekningalítið hugsa ég alltaf þegar ég er að skoða þá: Hvað svo? Hvað á að gera þegar leiknum lýkur? Hvernig á að viðhalda sambandinu við þá sem lækuðu?

Það sem ég held að gleymist oft í markaðssetningu á samfélagsmiðlum er, að þó það sem gerist á samfélagsmiðlum gerist hratt, þá tekur langan tíma að byggja upp gott samband þar við aðdáendur og neytendur. Það er ekkert mál að safna mörg þúsund lækum á örskömmum tíma en hvaða gildi hefur það, ef þú ert bara að lokka fólk til þín með gylliboðum? Hvað verður um það samband þegar ,,verðlaunin" hafa verið veitt?

Í því maraþonhlaupi sem þátttaka á samfélasmiðlum er, þá eru til neinar styttri leiðir. Samband vörumerkis við aðdáendur er eitthvað sem tekur langan tíma að byggja og þarf að hlúa að. Það er nefnilega ekki alltaf hægt að vera með endalausar söluræður, reyndar hefur það þveröfug áhrif á mig. Þannig mætti segja, að því meira sem þú er að selja því minna selurðu.

Auðvitað eru leikirnir góðra gjalda verðir, þeir eru frábær leið til að ná athygli og mikilli dreifingu. En gleymum ekki, að vera á samfélagsmiðlum snýst um meira en sýnileika og sölumennsku.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband