Leita í fréttum mbl.is

Að fjölga vinum, aðdáendum eða lækum

add_a_friend_facebook_ornament_photosculpture-p1534193882427867193s98_400

Eitt af því sem ég er nokkuð oft spurður um í mínu starfi er hvernig hægt sé að fá fleiri vini eða fleiri læk á vörumerkjasíður á Facebook. Það er nefnilega ekkert gefið að öll vörumerki slái umsvifalaust í gegn á Facebook og oft þarf að vinna fyrir hverju einasta læki sem kemur. Þó eru til ótal margar leiðir til að fá fleiri læk og fleiri vini, án þess þó að fara út í Spam-leiki. 

Það er hins vegar gott að hafa það í huga, þegar verið að spá í þessi mál, að reyna ná til þeirra sem sannarlega hafa áhuga á téðu vörumerki eða fyrirtæki. Það er til einskins fyrir t.d. sokkabuxnavörumerki að vera með 90% af aðdáendum sínum úr hópi karlmanna á aldrinum 13-16 ára.   

Auglýsingar

Samkvæmt því sem kom fram á RIMC 2011 þá koma um 70% læka í gegnum auglýsingar á Facebook. Þennan valkost ætti maður því ekki að hunsa. Það er mjög auðvelt að miða á ákveðna notendur og á nákvæmlega þann hóp sem þú telur markhóp þess vörumerkis eða fyrirtækis sem þú vilt auglýsa. Það er auk þess tiltölulega ódýrt að kaupa auglýsingar á Facebook.

Þetta er undantekningalítið það fyrsta sem ég segi við fólk sem spyr mig. Prófaðu að auglýsa og sjáðu hverju það skilar.

Innihald og gildi

Það vill oft þannig til, að gott innihald auglýsir sig sjálft. Hver hefur ekki deilt t.d. fyndnum auglýsingum og þannig tekið þátt í markaðssetningu vörumerkis á Facebook? Innihaldið getur þannig stundum kallað á fleiri vini og fleiri læk. Myndir, stöðuuppfærslur, myndbönd og allt það getur verið þess eðlist að aðdáendur vilji deila því með vinum sínum.

Ágætt getur verið að tengjast því sem er að gerast hverju sinni, svo lengi sem tengsl eru við viðkomandi vörumerki. 

Sem dæmi má nefna nýja auglýsingu Polar Beer, þar sem ísbjörninn kvartar yfir Eurovision að hætti Elvis Prestley. Um 1100 manns hafa deilt því myndbandi þegar þetta er skrifað og fékk aðdáendasíða Polar Beer um 200 ný læk í kjölfarið.

Síður sem hafa gildi (e. value) eiga einnig oft mjög auðvelt með að fá marga aðdáendur. Starbucks er gott dæmi um síðu sem býður aðdáendum sínum upp á gott gildi, en þar geta notendur haft áhrif á Starbuck kaffikortið sitt eða jafnvel gefið vinum sínum kaffibolla í gegnum netið. 

Þátttaka aðdáenda

Fáðu aðdáendurnar með þér í lið. Hér á Íslandi hefur þetta verið svolítið ofnotað og þá á eins leiðinlegan hátt og hægt er, þ.e. notendur eru fengnir til að senda öllum vinum sínum boð um að gerast aðdáendur. Það er í fyrsta lagi spam og í öðru lagi bannað skv. reglum Facebook, t.d. lenti mbl.is í því að fólk kvartaði undan þeim og viðlíka athæfi þegar þeir settu sína Facebook síðu í loftið.

Það eru þó til fleiri leiðir til að fá aðdáendur til að taka þátt. Það er jafnvel hægt að fá þá til að láta vini sína vita af tiltekinni vörumerkjasíðu án þess að spamma. 

  • Fáðu aðdáendur til að merkja (e. tag) vörumerki inn á myndir. Það er hægt að merkja vörumerkjasíður inn á myndir og myndbönd.
  • Minntu aðdáendur á að merkja vörumerkjasíðuna í stöðuuppfærslum sínum. 
  • Farðu þess á leit við aðdáendur að þeir deili myndum, myndböndum og öðru innihaldi. 

Leikir og viðbætur

Ein vinsælasta leiðin til að ná í fleiri aðdáendur, að auglýsingum undanskildum, er að vera með leiki hvers konar. Leikirnir geta verið jafn fjölbreyttir og þeir eru margir og í mínum huga þurfa þeir fyrst og fremst að vera einfaldir og/eða skemmtilegir. Það er ekki endilega málið að gefa 42" 3D sjónvarp (þó svo það sé ekki slæm hugmynd í sjálfu sér) heldur hvað ég þarf að gera til að eiga möguleika á að vinna það.

Gott dæmi um þetta er pizzastaður A. Á hverjum föstudegi gefur viðkomandi pizzastaður pizzuveislu fyrir 6. Eina sem ég þarf að gera er að svara tiltekinni stöðuuppfærslu og láta vita ég vilji vera með í pottinum. Einfalt en þetta hefur áhrif, aðdáendur pizzastaðarins láta vita af þessu (jafnvel til að auka sína eigin möguleika) og það spyrst út að verið sé að gefa pizzur á viðkomandi síðu. Einfaldleiki er að mínu mati mun betri en hafa hlutina flókna.

Viðbætur (e. apps) geta einnig fjölgað aðdáendum, sérstaklega ef þær eru gerðar á svipaðan hátt og Nói&Síríus (með aðstoð Góðra Samskipta) gerðu nú um páskana. Vel hönnuð viðbót getur haft mjög jákvæð áhrif, en þó ber að geta þess, að nær allar viðbætur kalla eftir persónuupplýsingum notenda og í hugum sumra er það neikvætt.

Social plugin

Sú leið sem flestir mæla með í dag er að vera með Social plugin viðbótina frá Facebook sýnilega á heimasíðu vörumerkis. Um er að ræða bæði læk hnappa og athugasemdabox. Hvort heldur sem er getur skilað góðum árangri og í raun mætti segja að þessi leið sé orðin að reglu fremur en valkosti, ef svo mætti að orði komast. 

 

Þegar allt kemur til alls, tel ég þó mikilvægast að vörumerki sé sýnilegt, einlægt og tilbúið að taka þátt í umræðunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband