Leita í fréttum mbl.is

Lendingarsíður á Facebook

facebook-like-buton

Á ráðstefnu sem ég sat nýlega kom fram að um 70% allra Facebook-læka sem fyrirtækja- og vörumerkjasíður fá koma í gegnum auglýsingar. Hafirðu hug á því að fjölga aðdáendum á síðunni þinni er það alls ekki slæmur kostur að geta auglýst síðuna og jafnvel miðað á markhópinn, með þeim hætti sem Facebook býður upp á. Nú einnig er hægt að fara út í vinaleiki, þar sem notendur eiga að bjóða öllum vinum sínum og geta þá hugsanlega unnið eitthvað (og ég verð enn var við) en ég minni á, að skv. reglum Facebook er það ekki leyfilegt, enda værirðu þá að hvetja aðdáendur þína til að spamma vini sína. 

Ef þú ákveður að fara auglýsingaleiðina þá er eitt atriði sem mig langar til að benda á og ræða hér. Það atriði eru lendingarsíður. Jafnvel þó þú sért ekki að auglýsa síðuna, þá getur verið gott að hafa lendingarsíðu, þ.e. síðu sem notendur sem eru ekki aðdáendur byrja á eða síðu sem tengist auglýsingu þinni beint. 

Lendingarsíða þarf að hafa ákveðna eiginleika. Hún þarf að innihalda einhverjar upplýsingar, í hvaða formi sem þær kunna að vera, og hvetja þá sem hana skoða til að læka síðuna (sé markmiðið að fjölga þeim). Hægt er að fara margar leiðir að þessu, t.d. væri hægt að vera með einfalda mynd sem bendir á læk hnappinn. Til eru aðrar leiðir, svo sem þá sem notuð var af þeim sem stóðu að Heilsu&Hamingju atburðinum í Smáralind, þá sem Nói&Síríus eru að nota og loks þá sem finna má á aðdáendasíðu Floridana.

Allar eiga þessar síður það sameiginlegt að vera í raun ekkert annað en síður sem hafa verið rammaðar inn í Facebook, þ.e. notast við i-frame möguleikann. Sumar eru með flóknari viðbætur undir, t.d. síða Nóa&Síríus, en aðrar eru einfaldari. Það er í raun ekki neitt sem bendir til þess að því flóknari eða einfaldari sem síðan er því fleiri læk, heldur þarf að skoða hvert tilfelli fyrir sig, t.d. virkar ágætlega sú leið sem Nói&Síríus er að fara núna (þó mér hugnist illa að ég þurfi að bögga vini og fjölskyldu til að vera með) en myndi virka jafnvel að nota sömu leið fyrir Nóa Kropp? Notendur eru fyrst og fremst að leita að gildi, hvort sem um lendingarsíðu eða annað er að ræða og í tilfelli N&S felst gildið í að fá gefins páskaegg frá þeim. Ef síðan hefur gildi fyrir notanda, á þeim tíma sem hann sér hana, þá virkar hún. 

Ég mæli eindregið með, ef þú ert að velta þessum hlutum fyrir þér, að þú skoðir hvernig Red Bull hafa tæklað þetta. Þeirra leið er mjög einföld, smart, á við vörumerkið og augljóst hvert markmið hennar er. Þú þarft ekki að taka við einhverri viðbót, sem gefur hönnuðum leyfi til að pósta á vegginn þinn, aðgang að upplýsingunum þínum, heldur bara hvetur gesti til að ýta á læk og fá þannig aðgang að öllu efni síðunnar, sem er ekki lítið. Stundum er minna meira. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband