Mánudagur, 14. mars 2011
Að gefa hlutunum gildi

Við Íslendingar erum um margt merkileg þjóð, fyrir utan tungumálið okkar og fornsögurnar þá erum við líka sú þjóð sem hefur hvað tekið Facebook hvað opnustum örmum. Enda hafði Rick Kelley orð á því við opnun RIMC-ráðstefnunnar síðastliðinn föstudag að hann hafi hreinlega þurft að koma hingað og fá að kynnast þessari þjóð, þar sem um 80% landsmanna er á Facebook og meirihluti þeirra heimsækir vefinn 6 af 7 dögum vikunnar.
Við erum líka ansi dugleg við að taka þátt í leikjum á Facebook, sérstaklega ef það eru gott sem engar líkur á því við getum unnið eitthvað. Stundum minnum við svolítið Loyd Christmas úr Dumb&Dumber, góðhjörtuð en stundum pínu barnaleg. Í okkar huga er 1 á móti 1.000.000 góðar líkur á Facebook! Þessir leikir, þó þeir skili umtalsvert mörgum lækum, hafa að mínu mati ekki endilega gildi í huga þess sem lækar. Hann er jú að læka til að eiga þennan séns, en ekki af því hann er raunverulegur aðdáandi, nema í minnihluta tilfella. Og sú spurning sem óhjákvæmilega rís alltaf í huga mínum er: Hvað svo? Hvað á að gera þegar búið er að halda þennan leik, Loyd Christmas hefur fengið sjónvarpið sitt, eða hvaða önnur verðlaun voru svo sem í boði í það skipti? Hvaða gildi á síðan þá að hafa?
Ég er þeirrar skoðunar að það sem við gerum á samfélagsmiðlum verður að hafa eitthvað gildi (e. value). Það verður að vera eitthvað sem notendur græða á því að vera vinur vörumerkis eða fyrirtækis á Facebook, lesa blogg þeirra, fylgjast með Youtube rásinni eða fylgjast með á öðrum samfélagsmðlum. Gildið getur verið mjög margþætt og það þarf ekki endilega að endurspeglast í einhverjum fjárhagslegum gróða, þó það megi vissulega fylgja af og til. Það getur haft rosalega mikið gildi fyrir fólk, að geta komist í snertingu við vörumerki og eiga í samræðum við það. Eins getur verið mikið gildi í því, að geta haft áhrif á það hvers lags bragð er næst framleitt af einhverjum gosdrykk. Gildi getur líka falist i því, að hafa færi á að koma umkvörtunum sínum á framfæri og sjá að hlustað er á það sem maður hefur að segja. Gildi getur einnig verið í afsláttarmiðum, leikjum, gefins miðum á kappleiki eða tónleika og í raun getur gildi verið hvað það sem þú ert tilbúin/-nn að leggja í það sem þú ert að gera á samfélagsmiðlum. Það, að vera á samfélagsmiðlum, er ekki gildi í sjálfu sér, heldur hvað þú gerir og hvernig þú tengir það við vörumerkið eða fyrirtækið.
Grímur Kokkur var valinn áhrifamestur á samfélagsvefjum á sýningunni Nexpo nú um helgina. Þeir sem standa að síðu þeirra á Facebook eru vel að þessu komnir, enda með hátt í 20 þúsund aðdáendur og síðan þeirra hefur mikið gildi. Síðan er uppfærð nokkuð reglulega, hver póstur hefur einhver tengsl við það sem þeir eru að markaðssetja og fyrir vikið fá þeir heilmikla svörun. Þeim hefur tekist að byggja upp góðan grunn aðdáenda og ná fyrir vikið að halda að þeim flottu vörumerki. Þeir hafa tekið sér góðan tíma í að byggja upp síðuna og gefa því sem þeir gera það mikið gildi. Ef þú hefur ekki skoðað hvernig þeir vinna á Facebook hvet ég þig eindregið til að gera það.
Á RIMC kom svolítið áhugavert fram. Þar talaði einn fyrirlesarinn um annars vegar að draga úr yfirlýsingum en vinna þess í stað verkin framúrskarandi vel (e. underpromise og over-deliver). Ef þessu er fylgt eftir á samfélagsmiðlun, þá er í raun verið segja, að við eigum að spara stóru orðin og láta verkin tala. Þeir hjá Grími gera það, þeir minna frekar á réttina sína og láta síðan neytendum eftir að tala vel um vöruna þeirra, t.d. er plokkfiskurinn þeirra afbragðsgóður (reyndar er mömmu plokkfiskur bestur).
Við gefum því sem við gerum á samfélagsmiðlum gildi. Ef við tryggjum að gildið sé eitthvað sem skiptir notendur máli, þá fáum við svörun og virkni frá þeim. Gildi er það sem notendur kalla eftir. Látum það eftir þeim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.