Žrišjudagur, 1. mars 2011
Ekki gera ekki neitt

Hvaš geriršu žegar žś lendir ķ žvķ aš einhver višskiptavinur hellir śr skįlum reiši sinnar yfir fyrirtęki, vöru eša vörumerki sem žś stendur fyrir į netinu? Žetta er vandamįl, sérstaklega žegar viš sjįum slķkt gerast inni į vefum žar sem notendur žurfa ekki aš gefa upp nafn eša ašra žętti sem hęgt er aš žekkja žį į viš innslįtt athugasemda eša uppfęrslna. Tilfellin eru jafn misjöfn og žau eru mörg og er mikilvęgt aš vega og meta hverju sinni hver séu réttu višbrögšin. Mig langar žó aš fjalla ašeins um žegar neikvęš umręša į sér staš į netinu um vörur eša žjónustu žess ašila sem mašur er ķ forsvari fyrir, sérstaklega žį sem fer fram į samfélagsmišlum og į sķšum sem mašur hefur umsjón meš.
Ég fór til Kanarķ-eyja meš dóttur minni sķšasta sumar, frįbęr ferš ķ flesta staši en žó bar žann skugga į feršina hve flugferširnar til og frį eyjunum voru leišinlegar. Iceland Express sį um aš flytja faržegana og feršinni śt var seinkaš um 7 klukkustundir en heimferšinni um 2 fyrir utan hve sś ferš var hrikalega leišinleg. Ég bloggaši um žessa upplifun mķna af flugfélaginu (sjį hér) og hafši samband meš umkvörtun mķna į Facebook sķšu fyrirtękisins. Skemmst er frį žvķ aš segja, aš ég fékk ekki svar, og ef žaš er komiš nśna, žį er ég löngu hęttur aš bķša. Fyrir vikiš varš ég bara enn pirrašri śt ķ fyrirtękiš.
Hugsašu žér ef višskiptavinur hringi ķ fyrirtękiš žitt. Hann er ósįttur viš gęšin į žeirri vöru sem fyrirtękiš er aš selja. Hvaš geriršu? Setur žś višskiptavininn į hold og lętur hann bķša ķ nokkra daga? Hvernig helduršu aš hann eigi eftir aš upplifa fyrirtękiš og įhuga žess į žvķ aš bęta sig?
Žetta er sś staša sem er į netinu. Neytendur nota Facebook, Twitter, heimasķšur fyrirtękja og jafnvel sķn eigin blogg til aš koma umkvörtunum sķnum į framfęri. Žaš aš žeir skuli gera žaš er ķ raun frįbęrt, žvķ žetta er tękifęri til aš bęta žjónustu og gęši vara. Neytendur eru meš žessu aš gefa žér innsżn ķ eitthvaš sem hęgt er aš laga. Kannski var um aš ręša frįvik, galla eša eitthvaš sem er frįbrugšiš venjulegum gęšum vörunnar, en žį žarf aš koma žvķ į framfęri viš višskiptavininn, rétt eins og vęri gert ef hann myndi hringja ķ žjónustuveriš. Mundu aš višskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér, žaš er žitt aš róa hann og tryggja aš upplifun hans af fyrirtękinu, vörunni eša vörumerkinu sé ķ samręmi viš gildi eša markmiš og sem best.
Ég tel, aš verstu višbrögš viš slęmri umfjöllun af hįlfu neytenda og višskiptavina į netinu séu žau aš gera ekki neitt. Žaš er žó žaš sem ég heyri aš oftast er rįšlagt eša gert, eins og ķ mķnu tilfelli meš Iceland Express. Hins vegar var mikiš kvartaš yfir žeim ķ sumar og žeir brugšu į žaš rįš aš auglżsa aš žeir vęri ekki fullkomnir. Gallinn er bara sį, aš žaš er enginn aš ętlast til žess, heldur er veriš aš ętlast til žess aš žeir gefi sér tķma til aš hlusta į žaš sem ég og ašrir óįnęgšir višskiptavinir höfum aš segja. Žaš myndi enginn fjölmišlafulltrśi rįšleggja žér aš setja alla žį sem hringja ķ žjónustuveriš til aš kvarta į hold/biš į mešan viškomandi gleymir mįlinu, en einhverra hluta vegna telst žaš ķ lagi į netinu.
Ekki gera ekki neitt. Sżndu višbrögš. Ef žaš kemur einhver umkvörtun į framfęri į facebook sķšu žinni, ķ gegnum twitter hjį žér, svarašu. Hlustašu į žaš sem veriš er aš segja. Ef umręšan er mjög heit og neikvęš og žś vilt sķšur aš hśn smiti śt frį sér, fęršu hana t.d. ķ einkaskilaboš milli žķn og žess er kvartar. Skrifašu žar undir nafni, žannig aš viškomandi viti aš žaš er andlit, persóna og manneskja sem hann į ķ samskiptum viš. Fįšu sķmanśmer hjį viškomandi og leystu mįliš žannig. Kurteis, vinaleg svör og einhver sem er tilbśinn aš hlusta er žaš sem fólk er aš leita eftir. Ef žś ert ekki tilbśin/-nn aš hlusta, žį finnur viškomandi einhvern annan og žį er ekki vķst aš žś getir haft įhrif į umręšuna.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.