City by the Silt Sea

2432

Í vetur stjórnaði ég ævintýrinu City by the Silt Sea fyrir spilahópinn minn. WoTC gáfu út veraldarbók og vættatal fyrir Dark Sun heiminn snemma á síðasta ári og ákvað ég strax þá að ég myndi stjórna ævintýrum í honum, enda hefur hann lengi verið einn af mínum uppáhalds. Athas hefur ákveðin séreinkenni sem eru skemmtileg, þessi alltumlykjandi ógn og hætta er að mínu mati spennandi þó svo að ekki megi gera of mikið úr því. Ég byrjaði á því að stjórna nokkrum stuttum ævintýrum, sem leiddi hetjurnar upp á 5. level, en ég var búinn að ákveðna að miða City by the Silt Sea út frá því. Hópurinn byrjaði sem löggæslumenn í Tyr en unnu sig upp í að reka sitt eigið verslunarhús í Nibenay. Þannig komst hann í snertingu við þá atburði sem leiddu þá til Guistenal. 

Hópurinn var fenginn af Veiled Alliance í Nibenay til að rannsaka rústir Guistenal því þar var eitthvað undarlegt á sveimi. Ég vil ekki fjalla ítarlega um söguþráðinn í ævintýrinu en ég held að ég geti fullyrt að ævintýrið hafi staðist væntingar leikmanna. Sagan er stigmagnandi og býður upp á góða blöndu bardaga og spuna. Hetjurnar fá tækifæri til að fást við ólíka vætti og skrímsli, uppgötva kynþátt sem hvergi hefur sést áður og rannsaka rústir sem hafa verið yfirgefnar í 2000 ár. Ævintýrið nær svo hámarki með rosalegum endabardögum og voru síðustu spilanir æsispennandi og skemmtilegar.

Ævintýrið er sett upp í tvær bækur, annars vegar lýsingu á aðstæðum í rústum borgarinnar og sögu þeirra, hins vegar í söguþráð ævintýrisins. Þar sem þetta er ævintýri útbúið fyrir AD&D þurfti ég að uppfæra það fyrir 4th ed., en sú uppfærsla gekk að flestu leiti ágætlega eftir, þó svo að nokkrir bardagar hafi verið örlítið vanhugsaðir hjá mér.

Uppsetning ævintýrisins hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru þeir, að með því að hafa lýsingu á rústunum sér er maður ekki alveg jafn bundinn af söguþræði ævintýrisins, vilji maður stýra öðruvísi sögu en kemur þar fram. Hins vegar er gallinn sá, að ef maður fylgir ævintýrinu eftir þá þarf að fletta töluvert fram og aftur eða vera með báðar bækurnar opnar fyrir framan sig, sem tekur mikið pláss.

Sagan á bakvið rústirnar er ítarleg og góð. Það er mjög auðvelt að bregðast við hverju því sem leikmenn taka upp á og í mínu tilfelli, þá tóku þeir upp á ýmsu sem ekki var gert ráð fyrir í ævintýrinu sjálfu, en þá var mjög gott að hafa allt fluffið við höndina. Þannig gat ég brugðist við og alltaf haldið góðu samhengi í sögunni. Kort eru ágæt, en gallinn við AD&D kort er alltaf sá að þau eru ekki sett upp í 5' reiti, heldur er skali þeirra misjafn, stundum er hver reitur 30', stundum 20', og þurfti ég oft að skala kortin rétt. Mér lærðist þó ekki fyrr en undir lokin að teikna bara upp kortin áður en spilun hófst og spara mér þannig tíma. Ég hefði þó kosið að hafa betra kort af göngunum sem liggja á milli ólíkra staða í rústunum. Eini gallinn við söguna sjálfa er að skerpa þarf á tilgangi þess að hetjurnar fari til Guistenal, ég tók þann pól í hæðina að nota Veiled Alliance og lét fulltrúa frá þeim fylgja þeim að rústunum og í þær þegar líða tók á söguna. Ævintýrið býður upp á nokkra möguleika en enginn þeirra er nógu sterkur, því fór ég þessa leið.

Í heildina fær þetta ævintýri góða einkunn frá mér. Það kallar á töluverðan lestur og undirbúning, ég mæli með því að teikna upp kort áður en spilun hefst, amk. af fyrsta ætlaða bardaganum, það sparar tíma. Sagan er góð, ævintýrið skemmtilegt og lokakaflinn með þeim bestu. Ég held að upplifun leikmanna hafi verið góð og þeir eigi eftir að minnast þessa ævintýris.  

Næst ætla ég að stjórna fyrir þennan sama hóp ævintýrinu Dragon's Crown. Það er hápunktur Freedom seríunnar. Þó við höfum ekki spilað þau ævintýri, þá held ég að það ævintýri sé meira en þess virði að spila. Það er mjög auðvelt að taka AD&D ævintýri og setja upp í 4th ed., í raun mun auðveldara en að taka 3.5 ævintýri og uppfæra. AD&D og 4th virðast tala betur saman en hin tvö kerfin og sérstaklega þegar kemur að ævintýrum. AD&D ævintýrin eru auk þess sett upp á þann hátt að þau gera ráð fyrir miklum spuna af hálfu leikmanna og ég kann betur að meta þess lags ævintýri en þau sem gefin eru út núna af WoTC fyrir 4th ed.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband