Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Ævintýrin við Mistmoor, 6. kafli
Að nokkrum dögum liðnum voru hetjurnar búnar, með hjálp þorpsbúa, að grafa Coral upp úr kjallara klaustursins. Þær rannsökuðu steintöfluna vel ásamt bókinni, en hvoru tveggja var erfitt að ráða fram úr sökum fornleika síns og hve undarlegt tungumál var notað. Þó var vísubrot skrifað á spássíu öftustu síðu bókarinnar sem var rituð með annari rithönd en handritið í heild sinni. Vísan var með þessum hætti:
Brjótast þarftu Balthocs leið
svo birta guða dafni.
Réttu orði syngdu seið
suður, kóngsins nafni.
Hetjurnar ákváðu því að leita þrepapíramídans á meðan Anúin þýddi bæði rúnir steintöflunnar og bókina sem Balthoin the White átti að hafa skrifað um ævintýri the Company of the Stag. Hann var þó ekki auðfundinn og eftir um tveggja daga leit fundu hetjurnar loks píramídann í stórum helli langt undir Mistmoor. Það sem kom þeim á óvart var að hann var á hvolfi, hékk úr hellisloftinu. Þær bundu reipi í járnkrók og náðu að festa hann í dyragætt efsta hússins á píramídanum. Þegar hetjurnar voru komnar inn sáu þær að í loftinu hengu 4 styttur, hver í sínu horni, en hvergi var nokkrar dyr að sjá. Þær leituðu hátt og lágt án árangurs, áður en þeim datt í hug að hugsanlega skiptu þessar styttur einhverju máli. Þær fundu að stytturnar voru undir einhverjum álögum og lögðu höfuðið í bleyti. Þær fundu út að með því að snerta eina styttuna og mæla orðið: Balthoc, þá voru þær fluttar neðar í píramídann.
Hetjurnar vissu ekkert hvar þær voru staddar í píramídanum en sáu að þær voru staddar í litlu herbergi, þar sem ein stytta, áþekk þeim sem voru í fyrsta herberginu, var. Á herberginu voru tvennar dyr og var ein þeirra opin. Einnig voru nokkrir dauðir uppvakningar þar á gólfinu. Hetjurnar reyndu að ráða í hvort einhver hafi nýlega fellt þá en gátu ekki ráðið fram úr því.
Hetjurnar fóru áfram og hittu fyrir fleiri uppvakninga og mummíur, að berjast við nokkra hobgoblins. Þeir síðarnefndu hurfu hver á fætur öðrum, því í þessu herbergi var stytta sem virtist sömu álögum bundin og stytturnar í fyrsta herberginu. Hetjurnar blönduðu sér í bardagann og eltu hobgoblinana. Þeir voru nokkrum skrefum á undan þeim í gegnum neðstu hæð píramídans og inn í risastóran helli. Í honum miðjum var steinstrýta en efst á henni var það sem virtist vera kórónan. Hins vegar voru nokkrir hobgoblins þar ásamt svartklæddu verunni sem hetjurnar hittu í fyrsta ævintýri sínu, Mind flayerinn. Upphófst nú mikil orrusta en þrátt fyrir hetjulega tilburði tókst mind flayernum að komast út úr hellinum með kórónuna. Hetjurnar eltu þrátt fyrir að hobgoblins væru enn á eftir þeim. Tókst þeim þó að læsa þá inni en Mind Flayerinn var ávallt nokkrum skrefum á undan þeim. Þær náðu honum þá á 2. hæð og tókst að fella hann, en voru allar mjög særðar og búnar með alla lækningagaldra sína. Það var því ákveðið að drífa sig upp á yfirborðið sem fyrst í stað þess að leita frekar í píramídanum.
Meginflokkur: Spil og leikir | Aukaflokkur: Vefurinn | Facebook
Um bloggið
Spunaspil
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.