Know when to hold'em, know when to fold'em

Jeff_Easley067

Einhver hetjulegasta spunaspila upplifun mín var fyrir mörgum árum síðan. Ég var að spila Ravenloft ævintýri ásamt fleirum og var að leika Ranger, aldrei þessu vant. Þetta var þegar AD&D var enn við lýði og ef ég man rétt vorum við 6.-7. leveli. Ævintýrið gekk út á að rannsaka einhvern kastala en undir honum var náma. Við notuðum handknúna lyftu til að fara niður í námuna, en þegar við lentum þar niðri sáum við Tanari'i andskota (deamon), sem var jafn undrandi að sjá okkur. Andskotinn réðst strax að okkur en við byrjuðum að hýfa okkur upp með lyftunni til að komast undan honum. Tanari'i var vopnaður öxum og klifraði upp lyftugöngin á eftir okkur. Eftir mikinn eltingarleik tókst okkur að komast út úr kastalnum og inn í kastalagarðinn. Andskotinn var alveg á hælunum á okkur og ég ákvað að draga hann til hliðar á meðan félagar mínir kæmust undan. Er andskotinn braust út í gegnum kastaladyrnar, kastaði ég tveimur handöxum í hann. Hann réðst umsvifalaust á mig. Bardaginn var sakmmvinnur og persónan mín var drepin í tveimur lotum, en það dugði til að félagar mínir komust undan. Þó allur hópurinn hefði verið saman og barist við andskotann hefðum við aldrei átt möguleika. Enda var leikurinn ekki til þess gerður, heldur einmitt til að hræða hópinn og ýta enn undir þá tilfinningu að ekki væri allt með felldu þarna í kastalanum. 

Það er nefnilega ekki alltaf bráðnauðsynlegt að hetjur sigri hvern einasta bardaga sem þær lenda í. Margir spilarar hafa ekki endilega skilning á þessu, enda eru mörg kerfi með ákveðna eðlisþætti sem stýra því t.d. hvernig setja eigi saman atburði (encounters), fer það D&D fremst í flokki. Stjórnendum ber þó alls engin skylda að fylgja því eftir og sannast sagna, þá held ég að það sé langt frá því nauðsynlegt. Ég kýs frekar að atburðir séu í samhengi við þá sögu sem ég er að segja hverju sinni og ég er langt frá því hallur undir það, að spilarar þurfi að ganga í burtu sem sigurvegarar frá hverjum og einum bardaga sem þeir eiga við andstæðinga sína. Ég held meira að segja, að ef sú er raunin þá hættir að vera gaman að standa uppi sem sigurvegari í lokin. Maður þarf nefnilega að þekkja hve svekkjandi er að þurfa að flýja af hólmi til að þekkja hve gott og mikilvægt er að sigra.

Að því sögðu, þá verður þó alltaf að gefa gaum að því, að leikmenn hafi leið út. Eins og í ofangreindu dæmi þá gátum við flúið, við höfðum til þess leið. Fyrst upp lyftugöngin og svo út úr kastalanum. Hið sama verður að gilda, ef þú stillir hetjunum upp gegn óvinum sem eru mun sterkari en þeir eiga að ráða við skv. kerfinu sem er verið að nota hverju sinni, þá verður að vera leið fyrir þá að komast undan.

Auðvitað geta sumir leikmenn orðið svekktir yfir því, að þurfa að berjast við skrímsli og vætti langt um öflugri en þeir eru og þar með ekki fengið þau reynslustig sem þeir annars myndu fá við að sigra vætti og skrímsli á því stigi sem þeir eru á. Þar kemur stjórnandinn inn í málið, það er hægt að veita stig fyrir að komast undan, hugsanlega gæti það verið hæfileikaþraut (skill challenge).

Önnur rök fyrir því, að stilla ekki öllum atburðum upp 'rétt', er sú að oft eru óvinir leiddir áfram af einhverjum sem er býsna klár. Slíkir einstaklingar eru ekkert sérstaklega líklegir til að stilla sífellt vopnum sínum í hóf og akkúrat á rétt viðráðanlegu stigi fyrir hetjurnar. Gefum okkur að hetjurnar séu að fást við vampíru, sem hefur áratugi til að skipuleggja fyrirætlanir sínar. Hún hefur bæði uppvakninga, aðrar vampírur, beinagrindur og jafnvel málaliða á sínum snærum. Hvað ætti að halda aftur af því hún myndi leggja sig alla fram við að eyða truflun sem í hetjum fælist? Af hverju ætti hún ekki að kalla til sína bestu málaliða, senda nokkrar vampírur með þeim ásamt 30 uppvakningum, jafnvel þó hetjurnar séu bara á 7. leveli? Ef markmiðið væri að eyða þeirri ógn sem felst í hetjunum, af hverju ætti vampíran að skipuleggja 7. levels atburð? Af hverju ætti hún ekki að skipuleggja 12. levels atburð, til að vera viss um að frekari truflun eigi sér ekki stað? 

Ef andstæðingar hetjanna eru ekki lifandi, bregðast ekki við því sem þær gera og taka þannig þátt í að móta ævintýrið er hættan sú, held ég, að ævintýrið verði frekar einstefnulegt. Ég hef áður fjallað um Classics ævintýrið, þar þurfa hetjurnar til að byrja með að vera á flótta undan óvinum, hugsanlega falla þær í hendur þeirra, heimili þeirra eru eyðilögð og fyrstu mánuðir stríðsins eru þeim mjög erfiðir. Ef allt fer að óskum, þá smátt og smátt tekst þeim að snúa því sér í hag, en það kostar svita, blóð og tár. Og það gerir ævintýri epísk. Hetjurnar fá tækifæri til að vera hetjur, en hetjuskapurinn felst í að þrauka í gegnum erfiðleikana og sigra stærsta óvininn, sjálfan sig og óttann.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband