Ævintýri í Mistmoor 3. kafli

Hópurinn: Albert (human cleric), Barthou (dragonborn fighter), Coral (dwarf warden), Durulia (tiefling rogue), Eloius (elf ranger)

Level: 3

Degi var tekið að halla þegar hópurinn sneri aftur til Craig's Crossing. Þrátt fyrir að hafa tekist að fella hvíta drekann og finna hvítar vetrarrósir, þá var þungt yfir hópnum vegna dauða Ferlu Groundstomper. Hún hafði fórnað lífi sínu svo þeim tækist ætlunarverk sitt. Eftir þau höfðu gert útför Ferlu hina sæmilegustu, þá settist hópurinn saman niður og töldu saman þau verðmæti sem leynst höfðu í haug drekans. Fyrir utan nokkra galdramuni, sem þau skiptu jafnt á milli sín voru þar hlutir og haugfé sem samanlagt var metið á um 4.300 gullpeninga. Morguninn eftir ræddu þau hvort skynsamlegra væri að koma haugfénu í verð í Craig's Crossing eða í Mistmoor og sagði Albert, að líklegra fengist meira fyrir það í Mistmoor, þar sem það þorp var stærra en Craig's Crossing.

Það var þungt yfir þegar hópurinn lagði enn af stað niður með Craigmoor ánni. Rigningarsuddi og gola og hópurinn hélt leið sína í þögn. Um kvöldið áðu þau í sama rjóðri og þau höfðu gert á leið sinni til Craig's Crossing. Eldur var kveiktur og matur snæddur, en það vantaði töluvert upp á þá gleði sem Ferla hafði fært hópnum. Kvöldið kom því, kalt og einmanalegt og skiptust meðlimir hópsins á að halda vakt. Nóttin var lík þeirri sem þau áttu fyrst þarna í rjóðrinu, enda er eitthvað undarlegt við næturnar í Laughing hills og er flestum ráðlagt að dvelja þar ekki einir. Næsti dagur reis bjartur og fagur og virtist sólin ná að hreinsa burtu þá slæmu tilfinningu sem fylgdi nóttinni. Hópurinn hélt áfram leið sinni til Mistmoor. Skuggarnir voru orðnir langir og var þorpið, sem stendur undir Banshee's Peak, hljóðlát og virtist allt með kyrrum kjörum þegar hópurinn sá loks niður að því. Coral, Albert og Elious sáu þó fljótlega að ekki var allt eins og það átti að sér að vera, því varðmenn stóðu á virkiveggjunum, gráir fyrir járnum. Þegar nær dró sáu þeir að þetta voru alls ekki varðmenn þorpsins, heldur rauðleitar verur með horn, hala og vængi.

- Djöflar, sagði Albert. Hópurinn ákvað að staldra við. Þar sem þau stóðu sáu þau, að búið var að brjótast inn í húsin sem stóðu þeim megin sem þau voru, öfugum megin við þorpið. Eins var búið að loka öllum hliðum inn í þorpið og því erfitt að komast inn í það, án þess að þurfa synda yfir straumharða jökulánna.

- Við skulum taka á okkur krók og kanna hvort hið sama gildi um klaustur Iouns, sagði Coral. Hinir meðlimir hópsins samþykktu það og því héldu þau sig í skjóli trjáa um leið og þau fikruðu sig nær klaustrinu. Durulia og Elious fóru á undan og komu þau sunnanmegin að klaustrinu. Í fyrstu virtist klaustrið eins og það var venjulega, en þau vissu að því var ekki hægt að treysta. Þau sneru aftur til hópsins og sögðu frá því sem þau höfðu komist að.

- Jæja, það er nú bara ein leið til að komast að því hvort klaustrið hefur verið vanhelgað, sagði Coral og hóf vopn sitt á loft. Síðan arkaði hann af stað. Hinir meðlimirnir litu á hvern annan. Durulia bölvaði bráðlæti dvergsins en engu að síður fylgdu þau honum eftir. Hann gekk inn í klausturgarðinn og sá þá hvar tveir rauðir djöflar stóðu og ræddu saman. Fyrir aftan þá voru þrír annars konar djöflar, allir settir broddum og með vængi.

alumni_spinedevil_3

- Andskotann eru þið að gera hér, sagði Coral. Djöflarnir svöruðu því engu, heldur drógu þeir rauðu tvíhent sverð úr slíðrum og með því að mæla á sinni djöfullegu tungu urðu sverðin alelda. Þeir réðust á Coral og félaga hans. Annar þeirra hjó Coral en hinn til Barthou, hvor um sig dró blóð hjá bardagamönnunum og glottu djöflarnir við tönn, eflaust talið að þetta yrði þeim auðveldur bardagi. Elious dró ör á streng og skaut á meðan Durulia reyndi að koma sér í gott færi. Brodddjöflarnir skutu broddum að hópnum og hæfði einn þeirra Duruliu. Annar rauði djöfullinn hjó einnig til hennar og særði alvarlega. Albert sendi skeyti úr helgri orku að þeim djöfli, Barthou og Coral gerðu sitt besta líka og tókst að særa djöfulinn. Hann forðaði sér úr bardaganum og flaug á brott. Durulia var hins vegar í vandræðum, því hún fann að það var eitur í broddum djöflanna, eitrið vann bug á henni og hún féll í ómegin. Brodddjöflarnir réðust fram og reyndu að klóra til Corals og Barthou. Þeim tókst að særa Barthou alvarlega. Albert steig þá fram og kallaði fram lækningakrafta sína. Honum tókst að vekja Duruliu, sem stóð á fætur, full af reiði og hefndarþorsta. Hún dró fram rýting sinn, læddist aftan að einum djöflinum og stakk hann í bakið. Á sama tíma tókst Elious, Coral og Barthou með samhenti átaki að fella hinn rauða djöfulinn, sem varð í sömu mund að ösku. Við það brast flótti í brodddjöflana. Þeir flugu á brott og inn í Mistmoor, til að sleikja sárin.

- Við skulum forða okkur, áður en djöflarnir snúa aftur með liðsauka, sagði Barthou og hópurinn fór aftur inn í skógarþykknið. Þar gerðu þau sér náttstað, en voru sammála um að kveikja ekki eld, því þau vildu ekki láta djöflana vita af sér. Um kvöldið ræddu þau hvað gæti hafa komið fyrir þorpsbúa, hvort þeir væru enn á lífi. Var ákveðið að reyna komast að því.

Daginn eftir vöknuðu þau við mikil læti. Þegar þau litu yfir að þorpinu, sá hópurinn að ráðist hafi verið á þorpið að norðan. Djöflarnir í þorpinu þutu til varnar og gafst hetjunum því færi á, að komast inn í þorpið nokkuð óséðar. Elious stakk upp á því að einn úr hópnum myndi synda yfir með reipi sem hinir meðlimirnir gætu notað til að hjálpa sér yfir ánna. Hann bauðst sjálfur til að synda yfir og tókst það, þrátt fyrir harðan straum jökulárinnar. Næstur fór Albert yfir og tókst það. Durulia var næst og ætlaði sér að nota aðra aðferð, hún hékk í reipinu og hafði vafið fótleggjunum utan um reipið og fikraði sig síðan af stað, því hún vildi ekki blotna. Þegar hún var komin miðja vegu milli bakkanna, missti hún takið á reipinu og féll ofan í ánna, sem betur tókst henni að hanga áfram á fótunum í reipinu og eftir skamma stund náði hún aftur taki með höndunum á reipinu og komst yfir. Barthou og Coral fylgdu henni síðan yfir.

Í þorpinu hafði verið brotist inn í hvert hús og var allt á rúi og stúi inni í þeim. Hópurinn læddist á milli húsa og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Reyndar átti Coral mjög erfitt með það, enda blautur og þungur. Hann bölvaði brynju sinni og skildi, enda hvort um sig þungir hlutir úr málmi. Hann gætti ekki að sér og rak skjöldinn ítrekað í hamarinn sinn. Durulia og Elious, bæði orðin pirruð á því hve mikill hávaði fylgdi hópnum, báðu vini sína um að hinkra á meðan þau könnuðu aðstæður og rannsökuðu hverjir það væru sem væru að ráðast á þorpið. Durulia læddist að kirkju Pelors og gægðist fyrir hornið. Þar sá hún her af stórdrýslum og drýslum berjast hatrammlega gegn djöflunum. Í miðjum hópi þeirra var dökkklædda veran sem hún hafði séð í dýflissunni á Banshee's Peak.

Hún sneri aftur með þessar upplýsingar til hópsins. Þau ákváðu að kanna hús kaupmannsins, dvergsins Erfals. Þar var allt í rúst, búið að gramsa í öllum hillum og skápum en hvergi var kaupmanninn eða fjölskyldu hans að finna. Þau fundu engin merki um átök, þannig hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að þorpsbúar hlytu að hafa verið fluttir eitthvert. Þau ákváðu að kanna hvernig umhorfs væri í húsi Burgmeisters Olafs. Durulia var því enn send af stað, hún læddist yfir aðalgötuna að húsi Olafs og gægðist þar á glugga. Síðan sneri hún aftur til hópsins, þar sem hann beið í leyni.

- Djöflarnir hafa tekið þorpsbúa til fanga og eru að yfirheyra þá, hvern á fætur öðrum. Börnin eru í einu herbergi, þeirra er gætt af þremur, litlum fljúgandi djöflum, frekar grænleitir og illkvitnislegir. Hinir fullorðnu eru í öðru herbergi og gætir stór, rauður djöfull með undarleg skegg þeirra. Hann heldur á kolsvörtum atgeir. Í suðurherberginu er síðan skelfilegur kvenmaður að yfirheyra fólk, hún er gullfalleg en augu hennar eru rauð og illkvitnisleg, sagði hún. Hópurinn vissi að hugsanlega væri þarna við ofurefli að etja, en þau ákváðu þó, að reyna að bjarga þorpsbúum, því ekki væri víst að annað færi gæfist.

- Þessir litlu djöflar kallast impar, en sá stóru rauði er svokallaður Skeggdjöfull. Mig grunar auk þess að konan sé Succubus, en þess háttar djöflar eru listamenn í að fá fólk til liðs við sig og jafnvel fórna lífi sínu fyrir sig, sagði Albert hugsi.

- En það er ekki allt, því tveir svona brodddjöflar gæta brúarinnar yfir ánna og ef þeir sjá okkur hlaupa yfir aðalgötuna, þá geta þeir látið vita af okkur, sagði Durulia.

- Við tökum þá út, sagði Coral. Eftir stutta skipulagningu fór hópurinn af stað. Durulia hljóp í skjóli varðturnar að brúnni og Elious kom sér fyrir einnig. Durulia tók á sig stökk og fór framhjá turninum, greip í annan brodddjöfulinn og kastaði honum ofan í jökulánna. Elious skaut af boga sínum, en örin lenti í varðturninum og datt þar ofan í ánna. Hinn brodddjöfulinn var í fyrstu hissa og vissi ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið. Hann hörfaði undan Duruliu og skaut nokkrum broddum að henni. Um leið fóru Barthou og Coral af stað. Barthou setti saman lófana og er Coral kom hlaupandi steig hann í lofa Barthou, sem ýtti undir stökk Corals. Hann lenti ofan á varðturninum og stökk síðan niður á brúnna og þaðan á brodddjöfulinn. Krafturinn í árás Corals var svo mikill að djöfullinn hrasaði aftur fyrir sig og ofan í ánna. 

Hópurinn læddist að húsi Olafs og kíkti inn um gluggana. Þar sá Durulia að verið var að yfirheyra Olaf. Coral ákvað því að stökkva í gegnum gluggann og ráðast á djöfulkvendið. Hann braut sér leið í gegnum glerið og stökk að konunni. Hún leit á hann, glotti við tönn og kyssti dverginn. Coral fann hvernig álög hennar náðu tökum á sér og sama hve hann reyndi, þá gat hann ekki fundið það hjá sér að slá til hennar, enda var hún svo falleg og varnarlaus. Barthou ákvað að fylgja fordæmi Corals og ætlaði að stökkva inn um annan glugga, en gætti ekki að sér og rak höfuðið í gluggakarminn. Eins var drekamaðurinn töluvert stærri en dvergurinn og átti í mun meiri erfiðleikum með að troða sér í gegnum gluggann. Á meðan þessu stóð dýrkaði Durulia upp lásinn á útidyrunum og læddist inn. Hún varð vör við að einhver gekk þungum skrefum á efri hæðinni. Er hún sá dyrnar að yfirheyrsluherberginu opnast og konuna birtast í dyrunum, réðst hún aftan að henni og ætlaði að stinga hana í bakið. Þrátt fyrir að ná góðu höggi, þá var sem rýtingur hennar hreinlega rynni af húð konunnar. Elious reyndi að ná góðu færi í gegnum gluggann sem Barthou var að reyna troða sér inn um, en þeir virtust hreinlega þvælast meira fyrir hvor öðrum en gera nokkuð gagn. Barthou hætti því við að fara inn og fór að hjálpa Alberti og Coral að koma Olaf undan. Einhvern veginn tókst þeim þó að vera hvor öðrum til vansa og það var ekki fyrr en Coral var sjálfur kominn út að þeim tókst að kippa Olaf út um gluggann. Elious stóð við hinn gluggann í herbergið og hélt kvendjöflinum frá með því að skjóta örvum inn um gluggann. Þá varð Durulia var við að þunga veran sem var á efri hæðinni kom niður. Hún dreif sig því út. 

Ice Devil

- Það er einhver stór vera að koma. Forðum okkur, hrópaði hún um leið og hún skellti dyrunum að baki sér. Hópurinn leit undrandi í átt til hennar. Elious stóðst ekki mátið og fór að öðrum glugga til að sjá hvað væri að koma. Olaf og Durulia hlupu sem fætur toguðu í átt að brúnni. Skyndilega var hurðinni sparkað niður og út um dyrnar réðst risastór ljósblár djöfull sem hélt á voldugu spjóti. Er hann sá Elious í glugganum blés hann ískaldri gufu yfir hann. Elious fann limi sína stirðna og hann átti erfitt með að hreyfa sig. Coral sá, að Elious var dauðans matur ef ekkert yrði að gert. Hann hóf því hamarinn á loft og réðst á risavaxinn djöfulinn. Albert og Barthou voru á báðum áttum, þeir hvöttu Elious til að forða sér og eins Coral.

- Forðið ykkur sjálf, ég skal halda þessari skepnu upptekinni, kallaði Coral til hópsins. Sama hve hann reyndi að berja djöfulinn þá virtist hamar hans hreinlega ekki bíta á verunni. Djöfullinn stakk og hjó til Corals með spjóti sínu og hann fann svipuð áhrif koma yfir sig og Elious. Hann vissi að hann ætti litla möguleika gegn djöflinum og ákvað því að hörfa. Albert kom honum til bjargar, hann læknaði Coral. Barthou sá að þeir voru báðir komnir í vandræði og með miklu stríðsöskri réðst hann gegn djöflinum. Sverð hans beit ekki á húð skepnunnar en það var nóg til að kaupa þeim Coral og Alberti tíma til að koma sér undan. Coral kallaði fram krafta náttúrunnar og sendi að djöflinum, sem hrasaði við það aftur fyrir sig. Um leið hljóp Barthou á brott. Djöfullinn öskraði af bræði og sendi illan orkubolta að Alberti, sem stiðnaði upp fyrir vikið. Elious hvatti alla til að forða sér en djöfullinn virtist ná að tryggja að hetjurnar kæmust ekki undan. Barthou hljóp af stað, Coral reyndi að flýta sér á brott, þrátt fyrir að fætur hans væri stirðir eins og staurar. Djöfullinn sá auðvelt skotmark í Alberti og stökk þangað, hann steig ofan á hann og rak spjótið á kaf í bakið á honum. Albert barðist um í fyrstu en síðan myndaðist stór blóðpollur undir honum og hann hætti að hreyfa sig.

- Nei, Albert er fallinn, hrópaði Elious. Djöfullinn dró spjótið úr undinni og stökk á eftir Coral, sem hafði tekist að klifra upp á virkisvegginn fyrir aftan hús Olafs. Elious hljóp af Alberti. Hann reif bútúr skikkju sinni og reyndi að stöðva bæðinguna. Hann sá að Albert andaði enn, en sárið var svo stórt og það blæddi mikið úr því. Djöfullinn leitaði að Coral, sem stökk af veggnum út í kalda ánna fyrir neðan. Er skepnan heyrði hávaðan frá vatninu sneri hún athygli sinni aftur að hinum meðlimum hópsins. Elious dró Albert inn í skógarþykkni, þar sem hann reyndi enn að veita honum fyrstu hjálp en allt kom fyrir ekki. Djöfullinn kom arkandi nær og Barthou reyndi að draga athygli hans að sér. Djöfullinn tók þá spjót sinn og grýtti því að Barthou, sem fékk það í lærið. Hann fann hvernig hann dofnaði allur og sá að það var lítið sem hann gat gert úr þessu. Elious tók Albert upp og reyndi að komast undan. Djöfulinn elti hann út að brúnni, en þar sem brúin var þröng þá komst hann ekki út á hana. Barthou hjálpaði Elious að drösla Alberti yfir brúnna en það var um seinan. Þegar þeir komust yfir var hann hættur að anda, hann hafði misst mikið blóð og Elious tókst ekki að stöðva blæðinguna.

cleric_human_final

Meðlimir hópsins hittust í rjóðrinu sem hafði verið næturstaður þeirra kvöldið áður. Þar biður Durulia og Olaf þeirra. Þau voru þreytt, slösuð og Albert hafði dáið. Í fyrstu rifust þau um hvað hafði farið úrskeiðis og hverjum væri um að kenna, en loks var sem þreyta og sorg næði yfirhöndinni. Þau gerðu útför Alberts og ræddu við Olaf.

- Ég veit ekki hvað gerðist. Þessi djöflar komu fyrir tveimur nóttum, réðust inn í hvert hús. Þeir eru að leita að einhverjum hlut sem þeir kalla Crown of the groaning king. Ég veit ekkert hvað það er. En áður en þorpið byggðist upp hér fyrir nokkur hundruð árum var hér sértrúarsöfnuður, sem dýrkaði illa guði. Sá söfnuður hvarf reyndar á einni nóttu og var ekkert eftir nema sviðin jörð. Mig grunar að það gæti tengst þessu, sagði hann. 

Hópurinn lagðist eftir þetta til svefns. Kannski að næsti dagur myndi færa þeim fleiri svör en spurningar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband