Ævintýri í Mistmoor, 2. kafli

Hópurinn: Albert (human cleric), Barthou (dragonborn fighter), Coral (dwarf warden), Durulia (tiefling rogue), Eloius (elf ranger), Ferla (gnome wizard)

Level: 2 

Hetjurnar hvíldu sig vel kvöldið eftir ævintýrið í dýflissunni, þar sem hópurinn réð niðurlögum ættbálks drýslanna. Þegar allir voru vaknaði daginn eftir bárust þeim skilaboð frá burgermeister Olaf, en hann vildi gjarna fá hetjurnar á sinn fund. Hópurinn kvaddi því Rósu á The Gold Tower inn og hélt inn í þorpið. Þar höfðu enn bæst svört merki á dyr húsanna í þorpinu, til áminningar um þá hættu sem stafaði af sjúkdóminum. Olaf var mjög feginn að sjá hetjurnar og bauð þeim inn til sín, en sjúkdómurinn hafði ekki enn náð að smita í húsi hans. Eftir stutt spjall bað Olaf hetjurnar um að leita að lækningu fyrir þorpið, því sjúkdómurinn var bráðdrepandi og ef ekkert yrði gert, myndu margir deyja. Til að ýta undir jákvæð svör frá hópnum, bauð hann þeim 1000 gullpeninga tækist þeim verkið. Hetjurnar samþykktu að gera þetta fyrir þorpið og spurðu Olaf hvar væri líklegt að finna einhver svör, en hann benti þeim á að tala við vitkann Anúin, sem býr í litlu þorpi ofar með ánni, sem heitir Craig's Crossing. Hetjurnar handsöluðu samninginn og sögðu Olaf að óttast eigi, því þær myndu snúa aftur innan tíðar með lækningu. 

Hópurinn lagði því af stað gangandi upp með ánni. Sólin skein, flugur suðuðu og fuglar sungu. Eftir nokkra tíma göngu sáu hetjurnar inn að Laughing Hills, en þar á drekaóvættin (Dracolich) Neurosax að hafa verið felld. Sagt er að þegar hún var við dauðans dyr hafi hún hlegið og var lífskraftur hennar svo fúll og viðbjóðslegur, að skógurinn, sem óx þar allt um kring, eyddist og hefur aldrei vaxið tré þar síðan. Við varðeldinn um kvöldið skiptust hetjurnar á sögum og snæddu nesti úr mölum sínum. Um nóttina skiptust þær á vöktum, en fundu flestar fyrir einhverri undarlegri og óþægilegri nærveru. Sumar jafnvel heyrðu eins og einver hlæji að þeim, undarlega djúpum og illkvitnislegum hlátri.

Daginn eftir var haldið áfram, það ringdi en þó var heitt í veðri. Ekki leið á löngu þar til hópurinn náði að Fernwood, en skógurinn nær allt langt suður fyrir Craig's Crossing og allt norður að Great Glacier fjöllum. Vestan megin við ánna búa álfar, fánar, satírar og kentárar, sem hjálpast að, ásamt skógarmönnunum í Craig's Crossing, að halda skóginum lausum við drýsla og aðra óæskilegar verur. Vestan megin eru áhrif þeirra ekki jafn mikil. Hópurinn gekk áfram í gegnum skóginn allt þar til sást niður að steinboganum sem liggur yfir Craigmoor ánna, sem rennur í miklu gljúfri þar. Hins vegar komu hetjurnar auga á nokkuð óvenjulegt. Svo virtist sem eldur logaði í amk. tveimur húsum í þorpinu. Hetjurnar hröðuðu því för sinni.

eb20040816a_hobgoblin

Við steinbogann stóðu nokkrir stórdrýslar (hobgoblins) og vörnuðu því að nokkur kæmist frá þorpinu og yfir steinbogann. Hins vegar gættu þeir ekki að sér og fylgdust ekki með því að nokkur kæmi aftan að þeim. Hetjurnar blésu því til sóknar og réðust að drýslunum. Elious hljóp fram og skaut á þann sem virtist fara fyrir hópnum. Örin skiptist í tvær í loftinu og grófust báðar djúpt í hold drýslana, sem virtust vart vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Þetta nýttu hetjurnar sér til hins ítrasta og eftir skamman bardaga, þá voru drýslarnir annað hvort flúnir eða fallnir í valinn. Hetjurnar hlupu yfir steinbogann og sáu þá að mikil orrusta átti sér stað í þorpinu. Þær hlupu til bjargar nokkrum konum sem börðust við að halda óvinum út úr húsi sem þær höfðu leitað sér skjóls í. Drýslarnir snerust til varnar og það kom hetjunum á óvart, hve skipulagðir þeir voru. Drýslarnir tóku upp varnarstöðu og börðu mjög skipulega frá sér, enda gekk hetjunum ekki vel í fyrstu að vinna bug á herkænsku þeirra. Coral og Barthou tókst þó að lokum að brjóta drýslana á bak aftur með hjálp Alberts og Duruliu, en þeim síðarnefndu gekk bölvanlega að fella drýslana.

Á meðan því stóð fóru Ferla og Elious lengra inn í þorpið. Þau komu þau auga á hvar einn drýsillinn felldi þorpsbúa en er hann fékk veður af því að hetjurnar voru mættar og höfðu brotist í gegnum bakvarnir drýslanna, sá hann þann kostinn vænstan að hörfa. Hann blés því í lúður og hljóp af stað. Hetjurnar vörnuðu því þó að hann kæmist yfir steinbogann. Leiðtogi drýslana réðst því á Ferlu, enda minnst af hópnum, og hjó hana þungu höggi, sem særði Ferlu. Hún varð ósýnileg á sama augnabliki og varð drýsillinn mjög undrandi. Allt um kring flúðu drýslar út í skóginn og yfir steinbogann. Barthou og Coral umkringdu nú leiðtogann og létu höggin dynja á honum. Hann reyndi að komast undan en allt kom fyrir ekki. Hetjurnar felldu hann. Einn af lífvörðum hans var við það að sleppa, en Albert, sem sneru augliti sinu upp í þungbúinn himinn og sagði: Guð minn, lát skot mitt hæfa vel! Síðan sendi hann orkuþrumu á eftir drýslinum og hæfði hann í hnakkann. Drýsillinn féll fram fyrir sig, örendur. 

Eftir orrustuna kom Tomasz að hetjunum, en hann var leiðtogi og höfðingi Craig's Crossing. Hann þakkaði hetjunum fyrir hjálpina og sagði, að koma þeirra hafi verið á mjög góðum tíma og án þeirra hjálpar hefðu stórdrýslunum líklega tekist ætlunarverk sitt, drepið marga þorspbúa og hneppt aðra í þrældóm. Hann spurði hetjurnar síðan á hvaða leið þær væru og þær sögðu hið sanna um tilgang farar sinnar. Tomasz sá til þess að hetjurnar fengu að hitta vitkann Anúin. Hann sagði þeim að hann þekkti ekki neina örugga lækningu við þessum undarlega sjúkdómi, en hugsanlega gætu hetjurnar fundið hvíta vetrarrós, en blöð þeirrar jurtar hafa kröftugan lækningamátt. Hann taldi líklegast að finna mætti þá plöntu við upptök Craigmoor, en hann hafi séð rósir þar fyrir nokkrum árum. Einnig spurðu hetjurnar hann út í þessa undarlegu veru sem þau sáu í dýflissunni og komust að raun um, að þetta væri vera sem lifði á því að drekka heilasafa úr öðrum verum og kallaðist Mind Flayer, en sjálfar verurnar kölluðu sig Illithids. 

Hetjurnar héldu því daginn eftir áfram upp eftir ánni, í átt að Great Glacier fjöllum. Elious leiddi hópinn áfram, hann fann góðan slóða og þegar langt var liðið á dag sáu hetjurnar inn að helli þaðan sem áin rann. Þær fikruðu sig inn í hellinn og sáu þá að þar virtist vera stórt vatn inn undir jöklinum og í því miðju var eyja. Durulia, sem læddist fyrst inn, sá ekki betur en að rósir yxu þar á eyjunni. Í vatninu voru nokkrir ísjakar, þannig hugsanleg mátti stikla á þeim yfir á eyjuna. Þar inni var undarleg birta, svona eins og jökullinn gæfi frá sér ískalt, grænleitt ljós. Þegar fleiri úr hópnum komu inn í hellinn sáu þau eitthvað bæra á sér á eyjunni. Þeim til hryllings var það hvítur dreki. Í fyrstu ætlaði Barthou að ræða við drekann, en það eina sem honum datt í hug að segja var: Hæ! Þegar drekinn sá að þarna var stór hópur ævintýramanna kominn undir alvæpni, var hann viss um, að þessar hetjur ætluðu sér að drepa hann og ræna bæði gullinu hans og þessum blómum sem læknuðu alltaf sár hans. Drekinn öskraði því reiður og hóf sig til flugs.

White_Dragon

Þá kom örlítið fát á hetjurnar. Eloius hljóp langt inn í hellinn. Barthou og Coral tóku sér upp stöðu á syllu skammt frá vatninu, sem var ískalt og hafði deyfandi áhrif á hvern þann sem lenti í því. Ferla kom sér fyrir við hlið Barthou en Albert stóð aftarlega ásamt Duruliu. Drekinn flaug reiður að bardagamönnunum og blés yfir náköldu íshröngli. Bæði Coral og Barthou virtust ekki láta það á sig fá, en Ferla var ekki svo heppin. Hún fann hvernig útlimir sínir urðu stirðir og henni fannt erfitt að hrista af sér kuldahrollinn sem yfirtók hana. Coral og Barthou reyndu báðir að lemja skrímslið. Coral hitti ekki, en Barthou átti erfitt með að ákveða hvort hann vildi höggva af öllu afli eða stinga. Elious sá að Barthou var tvístígandi og öskraði á hann: Hversu marga dreka áttu eftir að hitta í dag? Barthou herti því upp hugann og hjó til hans, en hitti ekki. 

Durulia hljóp inn í hellinn til að hjálpa hópnum, en Albert ákvað að halda kyrru fyrir fyrst um sinn. Ferla kallaði fram í hugann sinn allra öflugasta galdur og kastaði honum á drekann. Hópnum til mikillar gleði virtist það bera árangur. Á meðan þessu stóð hafði Elious tekist að komast yfir í eynna. Drekinn sá það og ætlaði sér að ráðast á álfinn. Hins vegar voru áhrif galdursins sterk og hann gat ekki barist gegn þeim. Hann féll því sofandi á einn ísjakann.

RacesGnomeFemaleHetjurnar ræddu nú mjög hvernig skildi haga málum, en þær vissu að tíminn sem þær höfðu var ekki mikill. Barthou tók á sig stökk og ætlaði að komast upp á drekann til að höggva hann þar sem hann svaf, en náði ekki að stökkva nógu langt. Hann lenti í ísköldu vatninu og fann hvernig kuldahrollurinn yfirtók hann. Durulia fór hins vegar sömu leið léttilega og reiddi hnífinn sem hún fann í dýflissunni til höggs. Á meðan safnaði Elious eins mörgum rósum og hann gat. Hann sá hins vegar að þar á eyjunni, undir glerhörðum ísnum var fjársjóður drekans. Durulia stakk hnífnum á kaf í drekann og kallaði fram eldorku hans. Drekinn vaknaði af værum svefni, öskraði af bæði og, þar sem hann sá Elious að gramsa á eyjunni sinni, réðst hann þangað. Hann beit Elious til blóðs, álfurinn kom sér fimlega undan næstu árás hans. Elious sá sér þann eina kost í stöðunni að grípa síðasta blómið og stökkva síðan í burtu af eyjunni. Drekinn sá hins vegar við honum og beit hann fast í bakið um leið og hann stökk, við það missti Elious meðvitund og féll ofan í ískalt vatnið.

Durulia hékk enn á baki drekans og hjó hann aftur og aftur. Á meðan þutu hinar hetjurnar til bjargar Elious. Ferla ákvað að verða eftir og reyna lokka drekann til sína. Drekinn reyni að ná taki á Duruliu en það var ekki fyrr en í þriðju tilraun sem það tókst og þá með skelfilegum afleiðingum. Drekinn náði með báðum klóm taki á henni og reif ofan af sér. Síðan beit hann hana harkalega í kviðinn og var það nóg til þess að hún missti meðvitund. Ferla lét á meðan þessu stóð göldrum rigna yfir drekann, sem sneri sér afar pirraður að henni. Hann flaug því af stað og réðst á hana með því að blása yfir hana íshröngli. Enn fann hún hvernig útlimir sínir stirðnuðu og henni fannst erfitt að hreyfa sig. Hinar hetjurnar fóru á meðan og björguðu Elious upp úr vatninu. Ferla reyndi að komast sér undan höggum drekans, en allt kom fyrir ekki og fyrr en varði var hún fallin. Drekinn sá þá, að Elious var kominn til meðvitundar og hann ásamt Barthou var kominn aftur á eynna til að bjarga Duruliu. Albert og Coral hlupu af stað til að bjarga Ferlu. Eloius vissi lítið um lækningar, en ákvað að troða snjó í sár Duruliu og ótrúlegt en satt, þá virkaði það. Durulia virtist vera jafna sig hægt og rólega. Barthou og drekinn börðust hatramlega, enda Barthou rauður að lit og þeim hvíta afar illa við þessa eldspúandi frændur sína. Þeir voru báðir að niðurlotum komnir þegar Barthou tókst loks að veita drekanum náðarhöggið.

Þegar Albert og Coral náðu loks að Ferlu sáu þeir að það var um seinan. Hún hafði látist af sárum sínum í þessum bardaga, fórnað lífi sínu svo hinar hetjurnar gætu bjargað Elious meðvitundarlausum upp úr vatninu. Það var því þungt yfir hópnum er hann safnaði saman því sem eftir var af hvítu vetrarrósunum og fjársjóði drekans. Heimferðin yrði því ekki jafn gleðileg, þrátt fyrir góðan árangur, því alltaf er erfitt að sjá að baki góðum vini.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband