Ævintýri í Mistmoor, 1. kafli

mistmoor-quarry

Degi var tekið að halla þegar hópur vina og ævintýramanna sneri aftur til Mistmoor, þorps sem situr við bakka árinnar Craigmoor þar sem hún rennur frá Banshee's peak. Hópurinn samanstóð af einstaklingum sem allir tengdust Mistmoor á einn eða annan hátt; Barthou, bardagamaður af kyni dreka, Duluria, ævintýrakona en um æðar hennar rennur djöfullegt blóð, Eliou, álfur úr skóginum, Albert, mennskur prestur, Carol, dverga vörður og síðast en ekki síst, Ferla, galdrakona af kyni smáfólks. Hópurinn hafði lagt af stað frá Mistmoor viku áður í leit að ævintýrum, en ekki haft heppnina með sér. 

Er hópurinn sá grilla í þorpið tóku þau fljótlega eftir að ekki var allt með felldu. Svo virtist sem mun minna líf væri í því, glaðvær hróp og köll barna heyrðust ekki og enn síður sást mikið af fólki á ferli á götum úti. Jafnvel varðstöður við brúnna yfir ánna voru ómannaðar. Á dyr margra húsa hafði verið hengt lítið svart merki. Hópurinn ákvað að banka upp á hjá Gamla Tom og spyrja fregna. Þar komst hópurinn af því, að einhver undarlegur faraldur hafði gripið um sig. Þau ákváðu því að fara og hitta á prestinn Barthila. Hann sagði þeim, að fyrstu einstaklingarnir hefði veikst skömmu eftir þau fóru. Einkum legðist veikin á börn og gamalmenni, þá sem veikari væru fyrir. Veikin lýsti sér í því, að fólk fengi alls kyns kýli og væri í vart með meðvitund. Hann sýndi þeim loks fyrsta fórnarlamb sjúkdómsins, stúlkuna Elísu, dóttur jurtasafnarans Anis. Húð Elísu var hryllileg ásýndar, fjólublá kýli um allan líkama og úr kýlunum var sem pínulitlir armar stæðu. Kýlin voru fjólublá að lit og hafði húð Elísu tapað mjög af sínum raunverulega lit. 

Hópurinn ákvað að skipta liði. Annars vegar að rannsaka þá staði sem börnin höfðu verið að leika sér, enda voru það þau sem veiktust fyrst og hins vegar fara og ræða við önnur börn sem veikst höfðu. Í samræðum sínum við börnin komst hópurinn að því, að börnin höfðu lítinn gaum gefið að nokkru öðru en sínum eigin leik. Þau nýttu læk sem rann meðfram þorpinu til að kæla sig niður á heitum sumardögum og virtust fyrstu vísbendingarnar benda þangað. Þá lærði hópurinn einnig, að Anis taldi sig hafa séð til undarlegra mannaferða í kringum gömlu námuna. Þeir sem fóru að rannsaka leikstaði barnanna fundu, eftir ítarlega leit, stað þar sem einhver undarlegur gulur vökvi hafði lekið út í lækinn. Þar sem myrkur var skollið á, var ekki hægt að rannsaka það frekar. Hópurinn hittist því á Gold Tower inn, hjá Rósu, og réði saman ráðum sínum.

Daginn eftir var lagt af stað og hafði verið ákveðið að komast að því hvaðan þessi guli vökvi hafði komið. Eftir 2 tíma fjallgöngu kom hópurinn að eldgömlum, hlöðnum vegg, sem gróður hafði náð að hylja að miklu leiti. Svo virtist vera sem þarna væri eldgömul varðstöð sem hefði gleymst með tímanum. Þar sá hópurinn að hafði verið mikill umgangur, því búið var að ryðja gróðri frá inngangi í kjallara varðstöðvarinnar. Hópurinn læddist niður og fór með öllu að gát. Eftir að hafa klifrað niður innganginn komu hann að læstum dyrum, en fyrir innan mátti heyra á tal einhverra vera. Eftir skamma stund virtust verurnar hverfa á brott og þá ákvað hópurinn að bregða sér inn fyrir. Því miður voru þar tvær hýenur, sem eflaust hafa átt að gæta dyranna. Þær réðust því strax á hópinn. Eftir skamman bardaga hafði þeim tekist að ráða niðurlögum hunddýranna.

MM35_PG133

Þarna í þessu fyrsta herbergi kjallarans voru þrennar dyr að þeim undanskildum sem hópurinn kom inn. Eftir gaumgæfilega umhugsun var ákveðið að halda til hægri. Carol ákvað að nú væri rétti tíminn til að sýna hversu mikil hetja hann var í raun og veru og tók því að sér að leiða hópinn. Því miður gekk það ekki betur en svo, að hann steig beint í gildru. Hann féll í gegnum hlera með tilheyrandi hávaða. Um leið opnuðust tvennar dyr á þeim gangi og fram þutu fjölmargir goblins. Hófst nú mikill bardagi og þurfti hópurinn að fást marga óvini. Gangurinn var þröngur og ekki bætti úr skák að einn goblinanna var galdrakvikyndi einhvers konar og lagði bölvun á hópinn, sem gerði það að verkum að erfiðara var að koma auga á óvininn. Barthou byrjaði á því að hjálpa Carol upp úr holunni sem hann hafði fallið í, á meðan Ferla og Eliou létu göldrum og örvum rigna yfir andstæðingana. Albert og Durulia gerðu sitt best til að halda aftur af goblinunum á meðan bardagamennirnir gerðu sig klára. Eftir stutta stund tók bardaginn þó að falla hópnum í vil og sífellt fleiri goblinar lágu í valnum. Loks tókst þeim að fella galdragoblininn og þá virtist flótti bresta í þá. Eftirleikurinn var því auðveldur. Í öðru herberginu sem goblinarnir komu úr fann hópurinn forkunna fagran rýting, sem virtist heitur viðkomu.

Eftir þennan bardaga var ákveðið að leyfa Duruliu að fara á undan, hennar sérgrein var jú að finna gildrur, opna lása og aftengja hvers kyns hættur sem á vegi þeirra kynni að verða. Hún læddist áfram í gegnum dyr inn af öðru herberginu sem goblinarnir komu úr og sá hvar gangurinn sveigði skarpt til vinstri. Hún læddist að horninu og kíkti fyrir það. Þá sá hún hvar goblin var að ræða við veru sem var klædd í svarta kufl frá hvirfli til ilja. Veran sendi goblininn í burtu en fór sjálf niður stiga sem virtist leiða niður í myrkrið eitt. Hún sagði vinum sínum frá þessu og var ákveðið að halda áfram, en fara mjög varlega. Hópurinn fór því fetið og sá tvennar dyr á ganginum, sem fór þó lengra. Var ákveðið að kanna hver gangurinn lægi, sem beygði enn til vinstri og endaði þar við stórar dyr. Voru þeir í hópnum sem vanari voru að vera neðanjarðar fljótir að reikna út, að gangurinn virtist liggja í hring og líklega myndi þessi gangur leiða hópinn aftur í fyrsta herbergið. Það var því ákveðið að snúa aftur og opna dyrnar sem lágu ekki inn að miðju svæðisins, heldur út frá því, þar sem líklegra væri að það væri lítið herbergi. Þar inni hitti hópurinn fyrir æðsta goblin þessa ættbálks ásamt lífvörðum sínum. Hófst nú mikill bardagi með tilheyrandi látum og þurfti hetjurnar að hafa sig allar við til að verja sig ágangi þessara goblina, sem voru mun betri bardagamenn en þeir sem þær höfðu hitt áður þarna niðri. Féll Durulia eftir eitt högg frá öðrum lífverðinum, sem hjó til hennar með stríðsöxi. Blóð sprautaðist yfir nærstadda er vopnið opnaði stórt sár á bringu hennar. Hetjurnar ákváðu að beina öllum árásum sínum á leiðtogann og tókst með samhentu átaki að drepa hann. Þær héldu sama hætti áfram og þannig tókst þeim að ráða niðurlögum þeirra óvina sem þarna voru inni. Eftir bardagann köstuðu hetjurnar mæðinni og Albert læknaði þá sem særðir voru og tókst að vekja Duruliu. Hún var þó mjög særð og þurfti á hjálp hinna til að ganga.

dnd_frcc_20070627_illithid

Hetjurnar áttu enn eftir að rannsaka eitt herbergi en höfðu ekki komist að rót gula vökvans. Þær fóru því aftur inn í fyrsta herbergið og ákváðu að opna miðdyrnar. Þar sem Durulia var enn hálfslöpp kom það í hlut Carol að opna dyrnar. Hann gerði það með sínum eigin hætti, sparkaði þær niður með glæsilegu sparki en gætti ekki að sér og setti eldgildru í gang. Hann stóð í dyragættinni, með hurðina brotna fyrir framan sig og baðaður eldi. Hann hristi brunasárin af sér og sá þá hvar einir 8 goblins stóðu umhverfis risastóran pott en í honum mallaði einhver gulur viðbjóður. Ferla var fyrst að átta sig og dró fram öflugasta galdur sinn. Hún tónaði galdraþuluna og sendi öflugan svefngaldur inn í herbergið. Helmingur goblinana féll undir áhrif galdursins og lagðist hrjótandi á gólfið. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Carol og Barthou. Hópurinn tók seiðskratta goblinana höndum og hélt sigri hrósandi ofan af Banshee's Peak, ekki bara með seiðskrattann heldur einnig fleiri hluti sem virtust vera bundnir álögum og fullt að hlutum sem hægt væri að selja. 

Þegar þau sneru aftur til Mistmoor var tekið til við að yfirheyra seiðskratta. Hann sagði hetjunum, að vera úr undirheimunum hafði látið þeim í té þessa uppskrift, vera sem talaði ekki en engu að síður birtist rödd hennar í höfði seiðskrattans. Hetjurnar litu hver á aðra, það var sem blóðið frysi í æðum þeirra þegar þær áttuðu sig á því, að svo virtist vera sem Illithid væri veran sem seiðskrattinn væri að tala um.

Hetjunum tókst að koma í veg fyrir að fleiri myndu sýkjast af þessari slæmu veiki en hafa þó enn ekki fundið lækningu á henni. Um kvöldið var þó tími til að hvíla sig, drekka öl og slaka örlítið á. Þó þeim hafi tekist vel upp í þessu fyrsta alvöru ævintýri sínu, er ljóst að þeirra bíða fleiri slík og eflaust mun hættulegri.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Spunaspil

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 0786932546.01.LZZZZZZZ
  • SkullcapMountain
  • SkullcapMountain
  • ...llustration
  • ...lay_1620698

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband