Leita í fréttum mbl.is

Youtube

youtube_logoYoutube er önnur stærsa leitarvélin á netinu í dag og það er gríðarleg umferð um þessa síðu. Er síðan sú 5. vinsælasta hérlendis og er mbl.is eina íslenska síðan sem er heimsótt meira en hún samkvæmt Alexa.com (sjá hér). Það er vissulega hægt að nota Youtube á einfaldan og þægilegan máta en það er líka hægt að taka þá markaðssetningu skrefinu lengra. Hér eru nokkrar leiðir til að notfæra sér þennan samfélagsmiðil til markaðssetningar. 

Lengri myndbönd

Það er alveg ljóst að notendur á netinu gefa sér lengri tíma til að skoða myndbönd og myndefni frá vörumerkjum. Enda hefur það sýnt sig að flest stórfyrirtæki eru farin að hugsa auglýsingar sínar fyrst fyrir vefinn og klippa það síðan niður í styttri sjónvarpsauglýsingar. Á netinu ertu auk þess ekki að borga fyrir sekúnduverð. Stundum hefur maður heyrt að gæti eigi þess að láta myndband ekki fara yfir 90 sekúndur, en gallinn er bara sá, að það virðist ekki hafa áhrif á notendur, þeir eru jú oft á tíðum að vafra og leita sér að efni til að horfa á.

Hér er auglýsing frá Pepsi Cola sem var gerð sérstaklega fyrir HM í Suður-Afríku. Auglýsingin er 2:30 á lengd en úr henni voru síðan gerðar styttri klippur. Ég held að það leiki ekki vafi á, að þessi auglýsing var fyrst og fremst hugsuð fyrir netið og síðan sjónvarp.

Hugsaðu út fyrir rammann

Undanfarið hafa sífellt fleiri fyrirtækið tekið klippur og myndefni sitt út fyrir ramman sem er um hvert myndband. Þetta kallar á nokkra forritun en getur komið alveg hrikalega skemmtilega út. Að mínu mati eru besti dæmin annars vegar KungFu Panda 2 og hins vegar Tippex.  

Báðir vefirnir gera myndböndin og vefinn gagnvirk, þ.e. notendur geta haft áhrif á myndböndin og það sem er að gerast þar. Í báðum tilfellum teygja myndböndin sig út fyrir rammann sem er utan um spilarann og það gerir hlutina spennandi, notandinn veit ekki á hverju hann á von.

Gagnvirkni

Þegar þú ert að markaðssetja á netinu og samfélagsmiðlum þá er mjög mikilvægt að muna, að notendur vilja hafa áhrif, vilja að hlustað sé á þá. Það gildir alveg jafn mikið um Youtube sem aðra samfélagsmiðla. Það er mjög öflugt athugasemdakerfi á þeirri síðu og notendur eru oft mjög duglegir að setja inn athugasemdir og spjalla saman um myndbönd og efni þeirra.

Það er mjög vinsælt að fjalla um markaðssetningu Old Spice. Þeir gerðu auglýsingu og buðu notendum að spyrja Old Spice manninn spurninga sem hann síðan svaraði í myndformi. Árangurinn lét ekki á sér standa og urðu Old Spice auglýsingarnar mjög öflugt Viral fyrirbæri. Hér er hægt að lesa nánar um þessa herferð og sjá m.a. eitt svaranna. 

Annað dæmi um gagnvirkni má sjá hér í nokkrum stuttum brotum um línuna, sem var sýnd við miklar vinsældir á Rúv á sínum tíma. Þar geta notendur stjórnað því hvað línan gerir og hvað blýanturinn teiknar fyrir hana. Smelltu hér til að sjá línuna.  

Að lokum...

Ef þú hefur ekki byrjað að nota Youtube þá legg ég til að þú skoðir það alvarlega. Það tekur ekki langan tíma að stofna notanda og setja upp þína eigin rás, þar sem þú getur sett upp sérstaka spilunarlista, svarað notendum eða spurt þá spjörunum úr. Það er auk þess auðvelt að laga rásina að þínu vörumerki, þannig hún endurspegli það sem þú stendur fyrir. Þar sem Youtube er líka leitarvél, þá er ágætt, þegar verið er að hlaða upp myndböndum og auglýsingum, að muna að setja inn rétt leitarorð eða kennimerki (e. tags).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
Faðir, spunaspilari, vefstjóri, rithöfundur

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband